Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2013 10:28

Hefur skrifað bók um æskueyjarnar í Breiðafirði

"Fyrir nokkrum árum tókst ég á hendur að fara yfir dagbækur sem faðir minn og bróðir höfðu látið eftir sig. Ég skrifaði texta þeirra inn á tölvu og bætti við skýringum. Í framhaldi af því fór ég að draga saman gamlar ljósmyndir, bæði úr eigin fórum og frá öðrum, sem voru frá þeim tíma þegar ég var að alast upp í Gvendareyjum. Síðan byrjaði ég fyrir tæpum tveimur árum að gera úr þessu bók,“ segir Breiðfirðingurinn Einar Sigurðsson. Hann vann allan sinn starfsaldur með bækur og gömul handrit. Að loknu námi í íslenskum fræðum 1963 hóf hann fljótlega störf á Háskólabókasafni og varð yfirmaður þess, háskólabókavörður, þjóðhátíðarárið 1974. Þegar Þjóðarbókhlaðan var opnuð og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn sett á laggirnar 1994 var Einar skipaður í stöðu landsbókavarðar. Því embætti gegndi hann til ársins 2002 að hann fór á eftirlaun. Nú hefur Einar sent frá sér bók um bernskudaga sína í sunnanverðum Breiðafirði og sögu Gvendareyja þar sem hann ólst upp frá fæðingu til 13 ára aldurs. Þetta er vandað rit, um 140 blaðsíður að stærð, og prýtt fjölda ljósmynda og korta.

 

Ítarlega er rætt við Einar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is