Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2013 09:01

Endaslepp norðurljósaferð

Erlendir ferðamenn á þremur bílum lentu í hremmingum við Langá á Mýrum nótt eina nýverið. Bílalestin var á leið vestur á Snæfellsnes þar sem fólkið ætlaði að skoða norðurljósin. Einn af bílunum lenti útaf veginum í brekkunni neðan við bæinn Laufás vegna glæraísingar og hálku og rann nánast út í sjó. Hinum bílunum er þá snúið við og öðrum þeirra ekið út í kant ofarlega í brekkunni til aðstoðar. Kom þá flutningabíll á vesturleið og missti ökumaður hans stjórn á honum efst í brekkunni og rann sá bíll á kyrrstæðan bíl ferðafólksins og tjónaðist hann þannig að hann varð óökufær. Fólkið var blessunarlega komið út úr þeim bíl og ökumaðurinn, sem var síðastur út, rétt náði að forða sér áður en áreksturinn varð. Engin teljandi meiðsl urðu á fólki en 15 manns voru í miklu uppnámi vegna þess sem gerðist, að sögn lögreglu. Var fólkinu komið í húsaskjól á bænum Laufási á meðan beðið var aðstoðar frá Vegagerðinni sem kom og sandaði og saltaði brekkuna svo að hægt væri að athafna sig á vettvangi. Ferðafólkinu var síðan komið til Borgarness og varð það að gera sér að góðu að skoða norðurljósin þaðan. Dráttarbílar fluttu tvo bíla af vettvangi en þeir voru báðir óökufærir.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is