Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
06. nóvember. 2013 04:44

Breyttar áherslur hjá Ferðamálasamtökum Vesturlands

Í maí síðastliðnum var Björn Páll Fálki Valsson kjörinn formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands (FMV), sem eru hagsmunasamtök þeirra sem tengjast á einhvern hátt ferðaþjónustu í landshlutanum. Samhliða því tók við ný stjórn og eru breyttar áherslur innan félagsins. „Ný stjórn vill gera FMV að mikilvægustu ferðamálasamtökunum á Vesturlandi og ná að gera hlutina sem landshluti í heild en ekki í litlum félögum sem eru dreifð um allan landshlutann. En vissulega skipta litlu félögin miklu máli og styrkja svæðin á Vesturlandi. Stjórnarbreytingin var nauðsynleg. Það þarf að ná sátt milli ferðaþjónustuaðila á vettvangi ferðamálasamtakanna,“ segir Björn í samtali við Skessuhorn og bætir við að nauðsynlegt sé að staðinn verði vörður um Vesturland. Í félaginu eru 100 – 130 ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi. „Við fórum nýlega í að gera félagatal og innheimta félagsgjöld í fyrsta sinn, þetta er ekki hægt öðruvísi. Það á svo eftir að koma betur í ljós hversu margir þetta verða þegar félagatalið liggur fyrir,“ segir Björn.

 

 

 

Mikilvægur fundur og Uppskeruhátíð

Á morgun, fimmtudaginn 7. nóvember, verður Uppskeruhátíð FMV haldin en hún er árlegur viðburður ásamt degi ferðaþjónustunnar. „Við ætlum að koma saman í Reykholti á morgun, fimmtudag. Fyrir hádegi verður vinnufundur þar sem framtíð Markaðsstofu Vesturlands verður rædd en eftir hádegi verða áhugaverðir fyrirlestrar og farin óvissuferð um Borgarfjörð. Það gott að hittast og spjalla saman því margir eru einir og fólkið í kringum þá ekki í rekstri. Það er því nauðsynlegt að hittast og ræða reksturinn og það sem tengist honum. Það sem maður hefur sjaldan tök á að ræða,“ segir Björn um Uppskeruhátíðina. „Það er mjög mikilvægt að reyna að fá ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi til að mæta því vinnufundurinn sem verður fyrir hádegi er mikilvægur. Svo verður gaman það sem eftir lifir dags. Það má því segja að þetta sé árshátíð ferðaþjónustunnar, þar sem rekstraraðilar koma saman,“ bætir hann við.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is