Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2013 11:31

Búið er að fresta áformum um fækkun sjúkrabíla í Ólafsvík og Búðardal

Velferðarráðuneytið hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum áformum um að fækka sjúkrabifreiðum í Búðardal, á Ólafsvík og Hvammstanga úr tveimur í eina á hverjum stað. Málið verður skoðað betur af hálfu ráðuneytisins fram á næsta ár. Samkvæmt heimildum Skessuhorns mun Velferðarráðuneytið eiga í nánari viðræðum við Rauða kross Íslands um málið og því var fyrirhuguð fækkun dregin til baka í óákveðinn tíma. Gísli Björnsson yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands tilkynnti í gær sjúkraflutningamönnum á Vesturlandi um þessa ákvörðun ráðuneytisins. 

Viðbrögð íbúa á framangreindum stöðum hafa verið gríðarsterk við boðaðri fækkun sjúkrabíla enda er auðvelt að benda á þá hættu sem skapast ef varasjúkrabílar eru ekki til staðar þegar slys eða veikindi bera að höndum. Á þetta hefur heimafólk í Dalasýslu og Snæfellsbæ bent í viðtölum og fréttum sem birst hafa í Skessuhorni síðustu vikurnar. Þessari niðurstöðu munu því fjölmargir íbúar á Vesturlandi fagna og senda hlýjar kveðjur til starfsfólks Velferðarráðuneytisins fyrir að slá þennan meinta sparnað í heilbrigðiskerfinu út af borðinu.

 

 

Öryggið skiptir öllu máli

„Fyrst og fremst verðum við að tryggja öryggi fólks í öllum byggðum landsins. Það gerum við best með því að skoða aðstæður með staðkunnugum og skipuleggja fyrirkomulag sjúkraflutninga með hliðsjón af skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á hverjum stað í náinni samvinnu við forsvarsmenn í hverju heilbrigðisumdæmi,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vegna þessarar ákvörðunar um að fresta fækkun sjúkrabíla á landsbyggðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is