Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 06:01

Börn upplýsa foreldra sína ekki um einelti

Dagur gegn einelti er í dag, 8. nóvember. Nýverið stóðu samtökin SAFT, samfélag fjölskyldu og tækni, fyrir könnun á netnotkun barna og unglinga hér á landi. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um notkun barna og unglinga á netinu og nýta í kjölfarið þær upplýsingar til vitundarvakningar um möguleika netsins og örugga netnotkun barna og unglinga. Í könnuninni voru þátttakendur m.a. spurðir um ýmislegt er varðar einelti með sérstakri áherslu á netið og farsíma. Börnin voru spurð hvort þau hefðu orðið fyrir einelti á netinu eða í gegnum farsíma og sömuleiðis hvort þau hefðu sjálf einhvern tímann sett inn eða sent skilaboð, texta eða mynd á netið eða í gegnum farsíma sem var andstyggileg í garð annars einstaklings. Foreldrar voru jafnframt spurðir hvort börn þeirra hefðu orðið fyrir einelti á netinu, um viðbrögð þeirra og líðan barnanna í kjölfarið og hvort þeir vissu til þess að börn þeirra hafi lagt önnur börn í einelti á netinu.

 

 

 

Líklegra að börn verði fyrir einelti í skólanum en á netinu

Þegar börnin voru spurð hvort þau hefðu sjálf orðið fyrir einelti þ.e. verið strítt, áreitt, ógnað eða skilin útundan, ýmist í skólanum, á netinu eða gegnum farsíma, kom í ljós að fleiri höfðu orðið fyrir einelti í skólanum en á netinu. Rúmlega 19% sögðust hafa orðið fyrir einelti í skólanum, eða á meðan skólastarf stóð yfir, á sl. 12 mánuðum, þar af 7,8% einu sinni í mánuði eða oftar. Ekki var marktækur munur á svörum eftir því hvort um var að ræða stelpu eða strák eða hversu gömul börnin voru.

 

Þegar kom að einelti á netinu sögðust 9% aðspurðra hafa orðið fyrir einelti á netinu einhvern tímann á sl. 12 mánuðum. Þar af sögðust 1,9% hafa orðið fyrir því einu sinni í mánuði eða oftar og 7% sjaldnar eða tilgreindu ekki hversu oft þau höfðu orðið fyrir einelti á netinu. Ekki var marktækur munur á svörum eftir því hvort um var að ræða stelpu eða strák eða hversu gömul börnin voru.

Þegar litið er til nágrannalanda okkar kemur í ljós að Íslendingar eru á svipuðu róli og nágrannar þeirra þegar kemur að einelti á netinu. Samkvæmt niðurstöðum EU kids online könnunarinnar sem gerð var 2009-2011 í 25 Evrópulöndum (þó ekki á Íslandi) kom í ljós að hlutfall barna og unglinga sem orðið höfðu fyrir einelti á netinu var 12% í Danmörku, 11% í Svíþjóð og 8% í Noregi. Hlutfall barna sem orðið höfðu fyrir einelti í öllum 25 þátttökulöndum EU kids online könnunarinnar í heild var 6%.

 

Rétt rúmlega 5% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma, þ.e. verið strítt, áreitt, ógnað eða þau skilin útundan. Þar af sagðist innan við 1% hafa orðið fyrir því einu sinni í mánuði eða oftar. Í öllum 25 þátttökulöndum EU kids online könnunarinnar í heild var hlutfall þeirra sem sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma 3%.

 

Í fyrri SAFT mælingum var ekki spurt um einelti með sambærilegum hætti og nú. Samanburður við eldri niðurstöður bendir hins vegar ekki til þess að einelti á netinu eða í gegnum farsíma hafi aukist hér á landi frá árinu 2009.

 

Samskiptasíður og skyndiskilaboð algengasti farvegurinn

Þau börn sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu á sl. 12 mánuðum voru í kjölfarið spurð hvar á netinu eineltið hefði átt sér stað. Líkt og í öðrum Evrópulöndum eru samskiptasíður og skyndiskilaboð algengast farvegurinn fyrir einelti á netinu. Yfir helmingur þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti sögðu að eineltið hefði átt sér stað á samskiptasíðum eins og Facebook og rúmlega 36% sögðu að það hefði átt sér stað í skyndiskilaboðum eins og á MSN, Snapchat eða Facebook chat. Töluvert færri eða einn af hverjum 10 nefndi leikjasíður og 7,5% tölvupóst. Naumlega þriðjungur sagði eineltið hafa átt sér stað annars staðar á netinu.

 

Þá voru þau börn sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu eða í gegnum farsíma á sl. 12 mánuðum spurð í hverju eineltið hefði falist. Algengast var, bæði þegar um var að ræða einelti á neti og í gegnum farsíma, að börnunum hefðu verið send andstyggileg og særandi skilaboð (texti, mynd eða vídeó). Á netinu var einnig algengt að þau hefðu verið útilokuð úr grúppu eða viðburði á netinu.

 

Einnig sögðu rúmlega 15% þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu og 19% þeirra sem höfðuorðið fyrir einelti í gegnum farsíma að eineltið hefði falist í því að andstyggilegum og særandi skilaboðum um þau hefði verið dreift til annarra eða á vefsvæði sem aðrir gátu séð.

 

Börn upplýsa foreldra sína ekki um einelti

Rúmlega 40% þeirra barna sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu sögðust hafa sagt foreldrum sínum frá því sem gerst hafði og tæp 54% þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti í gegnum farsíma. Þegar foreldrarnir voru sjálfir spurðir hvort barn þeirra hefði verið lagt í einelti á netinu á síðastliðnum 12 mánuðum svöruðu rétt rúm 4% játandi en eins og fram kom hér á undan sögðust 9% barna hafa orðið fyrir einelti á netinu á sl. 12 mánuðum. Ekki var marktækur munur á svörum eftir því hvort um var að ræða foreldri stráks eða stelpu en foreldrar barna í 7.- 10. bekk voru líklegri en foreldrar yngri barna til að svara spurningunni játandi. Ef litið er til nágrannalanda okkar eru töluvert færri foreldrar sem segja að börn sín hafi orðið fyrir einelti á netinu hér á landi en í nágrannalöndunum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Um sótthví

Grundarfjarðarbær

Sumarstörf 2020

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 16. mars 2020

Grundarfjarðarbær

Frá bæjarstjóra, 15. mars 2020

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is