Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 10:01

Vilja bæta akstursleiðina gegnum Borgarnes

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur að undanförnu fjallað um skipulagsamál og þar verið fyrirferðarmest veglínan í gegnum Borgarnes. Í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir nýrri veglínu sem ætlað er að verði meðfram ströndinni fyrir utan bæinn. Um þessa fyrirhugðu veglínu hafa verið skiptar skoðanir. Byggðarráð samþykkti nýlega að óska eftir fundi með vegamálastjóra þar sem skoðað verði hvort hverfa megi frá fyrirhugaðri breytingu á veglínu. Þess í stað verði kannaðir möguleikar á að stórauka umferðaröryggi um núverandi leið, m.a. með undirgöngum fyrir gangandi umferð til móts við leikskólann Klettaborg.

 

 

Björn Bjarki Þorsteinsson, formaður byggðarráðs, sagði í samtali við Skessuhorns að það væri sitt mat að umrædd breyting veglínu í gildandi skipulagi væri ekki að komast í framkvæmd á næstu árum, auk þess sem hún væri umdeild. Þar þurfi m.a að koma til umhverfismat þar sem áformaðri veglínu er ætlað að liggja fyrir víkur við Borgarfjörð. Eins og mál stæðu væri hún hreinlega hamlandi gagnvart öðrum brýnum framkvæmdum, svo sem við umferðaröryggismál. Björn Bjarki sagði þess vænst að vegamálayfirvöld myndu sýna málinu skilning þegar til fundarins kæmi með vegamálastjóra. Sá fundur hafi ekki ennþá verið tímasettur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is