Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2013 12:54

Sóknarfæri í sportsiglingum og ýmissi ferðaþjónustu á Akranesi

Á árlegu málþingi Faxaflóahafna sem nýverið var haldið var kynnt starfsemi fyrirtækisins. Þar lýsti Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri á Akranesi hugmyndum varðandi ferðamál í bænum. Hún segist þegar hafa fengið talsverð viðbrögð við þessari kynningu. „Ég var þarna einkum að höfða til þess markhóps sem stendur fyrir ferðaþjónustu og afþreyingu sem tengist höfnunum, hvalaskoðunarferðum, sjóstangveiði og sportsiglingum ýmiss konar. Ég gerði grein fyrir þeirri frábærri aðstöðu sem er til að stunda þetta sport á Skaganum. Ég lít á það sem mikla áskorun fyrir okkur Akurnesinga að byggja upp þessa grein ferðaþjónustunnar hérna á Akranesi. Það á að vera kappsmál hjá okkur að fá að minnsta kosti eitthvert brot af þessum fjölda sem sækir hvalaskoðun og sjóstangveiði frá Reykjavík. Mér skilst að um 100 þúsund manns séu að fara í hvalaskoðun þaðan á ári.“ Regína segir að nýlega hafi komið á hennar fund forsvarsmenn Siglingasambands Íslands og Siglingaklúbbsins Brokeyjar í Reykjavík. Þeir hafi sýnt aðstöðunni á Akranesi mikinn áhuga.

 

Nánar er rætt við Regínu um þessi mál, meðal annars um aukna áherslu á markaðs- og kynningarmál, í Skessuhorni vikunnar.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is