Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2013 02:01

Stórsigur Snæfellskvenna á Grindavík

Snæfellskonur unnu stórsigur á Grindavíkurstúlkum þegar liðin mættust í Hólminum í gærveldi. Lokatölur urðu 85:55 og með sigrinum skutust Snæfellskonur upp í annað sæti úrvalsdeildarinnar í körfubolta með 12 stig. Gestgjafarnir náðu þar með að hefna taps gegn Suðurnesjastúlkunum frá fyrstu umferð deildarinnar í haust, en fyrir leikinn í gærkveldi voru þessi lið jöfn að stigum.

Snæfellsstúlkur byrjuðu leikinn af krafti og með hörkuvörn, komust í 8:0 eftir fjögra mínútna leik. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 23:14 fyrir Snæfell. Áfram héldu heimastúlkur á sömu braut og var staðan í hálfleik 45:28. Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan á sömu nótum og sá fyrri. Staðan var 62:39 fyrir lokafjórðunginn og úrslitin þá löngu ráðin. Hjá Snæfelli var Chynna Brown atkvæðamest með 26 stig og 9 fráköst, næst kom Hildur Sigurðardóttir með 17 stig, Hildir Björg Kjartansdóttir skoraði 12 stig og tók 14 fráköst, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 8 stig, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 7, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4 og 9 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 4 stig og Aníta Rún Sæþórsdóttir 2.  

Í næstu umferð mæta Snæfellskonur Hamarsstúlkum frá Hveragerði og fer leikurinn fram í Stykkishólmi á sunnudaginn. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is