Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 03:01

Skallagrímur semur við þjálfara í knattspyrnu

Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi samdi í gær við þrjá þjálfara. Einar Þ. Eyjólfsson mun halda áfram að þjálfa meistaraflokk félagsins, Sölvi G. Gylfason verður aðstoðaþjálfari hans, en hann mun einnig þjálfa 4. og 5 flokk karla. Leifur Guðjónsson þjálfar síðan aðra yngri flokka en hann mun njóta aðstoðar yngri iðkenda. „Þjálfararnir eru allir vel menntaðir og metnaðarfullir og knattspyrnudeild Skallagríms lýsir yfir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf við þá,“ segir í tilkynningu frá knattspyrnudeildinni.

 

 

 

Einar Þorvaldur Eyjólfsson á langan knattspyrnuferil að baki. Hann er uppalinn í Borgarnesi, lék með Skallagrími upp yngri flokkana en fór í ÍA í 2. flokki. Þá hefur hann leikið með Bolungarvík og Víkingi Ólafsvík, auk Skallagríms í meistaraflokki. Hann var formaður knattspyrnudeildar árin 2008-2009, þjálfaði yngri flokka hjá félaginu og tók við meistaraflokksliðinu um mitt sumar 2011. Knattspyrnudeild réði Einar svo fyrir ári síðan til að þjálfa meistaraflokksliðið eftir að það var endurvakið og er því um áframhaldandi samstarf deildarinnar og Einars að ræða. Einar tekur um þessar mundir KSÍ-VI námskeið sem haldið er á Englandi.

Sölvi G. Gylfason hefur þrátt fyrir ungan aldur ýmsa fjöruna sopið í knattspyrnunni. Hann var 17 ára þegar hann lék fyrsta tímabilið með Skallagrími en eftir tvö tímabil í mfl. Skallagríms skipti hann yfir í ÍA. Sölvi lék með mfl. ÍA sumarið 2009, kom aftur í Skallagrím 2010 en lék svo árin 2011 og 2012 með BÍ/Bolungarvík. Síðastliðið haust kom hann svo aftur heim og hóf að þjálfa hjá Skallagrími og leika með meistaraflokki liðsins. Sölvi hefur lokið KSÍ III námskeiði hjá KSÍ.

Leifur Guðjónsson gekk til liðs við Skallagrím síðastliðið vor frá Leikni Fáskrúðsfirði. Hann er uppalinn á Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp alla yngri flokkana. Hann þjálfaði yngri flokka hjá Leikni Fáskrúðsfirði og hóf þjálfun hjá Skallagrími fljótlega eftir að hann flutti í Borgarnes. Leifur hefur lokið KSÍ III námskeiði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is