Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 12:15

Fælingargirðing talinn helsti kosturinn til að bægja síld frá Kolgrafafirði

Umhverfisráðuneytið hefur kynnt hugmyndir varðandi úrræði til að koma í veg fyrir síldardauða í Kolgrafafirði og umhverfisslys eins og áttu sér stað í tvígang síðasta vetur. Þá var mikill síldardauði í firðinum vegna súrefnisskorts og talið að yfir 50 þúsund tonn af síld hafi drepist. Tengiliðahópur hefur unnið að því að finna lausnir við þeirri vá sem er yfirvofandi. Hann hefur greint fjóra hugsanlega kosti. Þeirra vænlegastur til að koma í framkvæmd er talinn 1100 metra fælingargirðing neðan við brúna, en þó er ekki vitað um hvort sú aðferð myndi skila árangri. Hinir þrír möguleikarnir eru lokun fjarðarins, stækkun fjarðarins með því að rjúfa landfyllingu að austanverðu með nýrri brú og fjórði kosturinn er síðan dæling súrefnis innst í fjörðinn með sérstökum búnaði.

 

 

 

Fælingargirðingin er talin vænlegasti kosturinn af þessum fjórum af nokkrum ástæðum. Einkum vegna þess að hægt væri að ráðast í hann fljótlega, að sögn Huga Ólafssonar skrifstofustjóra í Umhverfisráðuneytinu, sem er formaður tenglahópsins. Sá kostur krefjist ekki umfangsmikils ferils umhverfismats, mikillar verkfræðivinnu eða öryggisþátta. Auk þess er hann ódýrasti kosturinn, metinn á bilinu 60-80 milljónir kr. Hinir kostirnir þrír eru mjög dýrir eða allt upp í 800 milljónir við opnun fjarðarins með byggingu nýrrar brúar á Kolgrafafjörð.

 

Hefur mesta trú á opnun fjarðarins

Fælingargirðingin yrði leggur með hvítum veifum sem sveiflast myndi niðri í sjónum og þess freistað að birtan frá þeim hrekti síldina burtu. Bjarni Sigurbjörnsson bóndi á Eiði, sem er í tengiliðahópnum, segir að þarna sé byggt á gamalli aðferð sem beitt var við síldveiðar hér áður fyrr. Bjarni segir að í raun sé tíminn að hlaupa frá fólki til að hægt verði að koma í veg fyrir síldardauða í vetur. Persónulega litist sér best á að opna fjörðinn Kolgrafamegin, það er að austanverðu, með því að rjúfa landfyllinguna og koma þar fyrir brú til viðbótar, allstyttri þeirri sem fyrir er. „Þarna var náttúrulegi állinn sem við bændur hér teljum að hafa verið rofinn á sínum tíma. Þar með hafi verið lokað fyrir hringstreymið í firðinum sem skapi þessa súrefnisþurrð sem talin er valda síldardauðanum. Þessi mál hafa gengið alltof seint. Það er einn aðili sem ég sakna að þessu borði. Það er LÍÚ sem er annar af tveimur stærstu hagmunaðilum í málinu, hinn er þjóðin,“ segir Bjarni. Í þessu sambandi má benda á að 10 þúsund tonn af síld eru talin skila 1.250 milljónum í útflutningsverðmæti. Í fyrra drapst því síld fyrir að minnsta kosti á sjöunda milljarð króna.

 

Í umræddum tenglahópi eru auk bænda á Eiði fulltrúar frá tveimur ráðuneytum, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Hafrannsóknarstofnun, Náttúrustofu Vesturlands, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Grundarfjarðarbæ og Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is