Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 02:11

Rifsnes SH 44 er selt og fer á línuveiðar við Kanada

Hraðfrystihús Hellissands í Rifi hefur samþykkt kauptilboð á Rifsnesi SH 44. Það er Vísir hf. í Grindavík sem ætlar að kaupa skipið. Rifsnes verður sent úr landi og falið dótturfyrirtæki Vísis-útgerðarinnar í Kanada. Þar verður það skráð undir kanadískum fána til veiða frá Nýfundnalandi. „Ég held að þetta verði þannig fyrsta beitningarvélaskip sögunnar sem gert er út frá Nýfundnalandi,“ segir Pétur Pálsson framkvæmdastjóri Vísis við Skessuhorn.

Fyrr í haust keypti Hraðfrystihús Hellissands annað línuskip í stað Rifsness af norskri útgerð. Það heitir Polarbris. Til stendur að afhenda það í Noregi í næstu viku og sigla því í framhaldinu heim til Íslands. Polarbris er 775 brúttótonn; 43 metrar að lengd, 9 metrar að breidd og smíðað 1999. Rifsnes er aftur á móti talsvert minna; 372 brúttótonn, 38 metra langt og 7,8 metrar á breidd. Það var smíðað í Noregi árið 1968 en er mikið breytt og endurnýjað síðan. „Við höfum möguleika á að vera með fleiri rekka og króka og lengra úthald. Það er nóg pláss um borð, þetta er bara spurning um afköst og gæði. Allt er þetta háð því að koma með sem bestan fisk að landi. Það er það sem skiptir máli að fara vel með fiskinn og hámarka áreiðanleikann í gæðum sem og afhendingu,“ sagði Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands í samtali við Skessuhorn þegar ákvörðun var tekin um að kaupa Polarbris í Noregi fyrr í haust. Auk Rifsness gerir Hraðfrystihúsið út skipið Örvar SH sem er með sambærilegan skipsskrokk og Polarbris. Það var skipamiðlunarfyrirtækið BB skip Ísland sem hafði milligöngu um kaupin á Polarbris og söluna á Rifsnesi. 

 

Með því að smella hér má sjá mynd af Polarbris.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is