Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2013 04:30

Hólmarar bíða eftir að heyra frá stjórnvöldum

Margir smábátar í Stykkishólmi eru nú búnir með síldarkvóta sína eða við það að ljúka veiðum úr þeim heimildum sem þeim var úthlutað við upphaf vertíðar. Þá var gefinn út 498 tonna kvóta til smábátanna auk þess sem 45 bættust við frá fyrra ári. Ráðherra sjávarútvegsmála hefur heimild samkvæmt bráðabirgðaákvæði í lögum til að úthluta sérstaklega alls tvö þúsund tonnum af íslenskri sumargotssíld en það er sá síldarstofn sem nú er í Breiðafirði.

Menn horfa vonaraugum til þessa síldarpotts ráðherrans og bíða þess að hann gefi grænt ljós á frekari veiðar. Þann 1. nóvember síðastliðinn heimsótti Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sjávarútvegsmála Stykkishólm. Þar hitti hann bæði fulltrúa sjómanna og forsvarsmenn fyrirtækisins Agustson sem hefur keypt síld til vinnslu frá smábátunum. Síldveiðarnar í haust hafa skapað mikið líf í Stykkishólmi og þær eru búbót. „Við bíðum nú eftir að heyra frá yfirvöldum varðandi framhaldið. Þetta skiptir verulegu máli. Ef það verður ekki gefinn út meiri kvóti er fyrirsjáanlegt að rúmlega 40 sjómenn verði án vinnu og fara þá væntanlega einhverjir af þeim á atvinnuleysisskrá. Auk þessa skapast óvissa og jafnvel atvinnuleysi hjá landverkafólki. Síldveiðarnar og –vinnslan eru mjög jákvæð umsvif hér. Sjómenn hafa bætt sinn búnað til veiðanna og þetta er úrvals hráefni til vinnslu. Við finnum mjög vel hvernig tekjurnar dreifa sér um nærsamfélagið. Við erum mjög bjartsýn á að stjórnvöld sýni þessu skilning,“ segir Lárus Ástmar Hannesson forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. Hann bætir við að bæjaryfirvöld, sjómenn og verkendur hafi átt í góðu sambandi sín á milli um málið og fundað síðast á þriðjudag. Bæjarstjórn Stykkishólms hefur óskað eftir að eiga fund um það sem fyrst með sjávarútvegsráðherra.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is