Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2013 01:27

Skammtímavistun fyrir fatlaða lögð niður í Holti og á Gufuskálum

Þjónusta við fatlaða einstaklinga á Vesturlandi skerðist í lok þessa mánaðar þegar skammtímavistun sem starfrækt hefur verið til fjölda ára í Holti í Borgarfirði verður lokað. Skammtímavistun sem í nokkur ár hefur verið á Gufuskálum hefur einnig verið lokað, en hún hefur ekki verið starfrækt í haust. Foreldrar þeirra fötluðu barna og unglinga sem notið hafa þessarar þjónustu eru mjög ósáttir með þróun mála sem og stjórn Þroskahjálparfélagsins á Vesturlandi. Fimmtán einstaklingar hafa notið skammtímavistunar í Holti að vetrinum og tíu á Gufuskálum, en hver einstaklingur hefur dvalið þar eina helgi í mánuði. Foreldarnir telja að með þessu sé verið að kippa burtu því eina sem börn þeirra hafi notið til að rjúfa félagslega einangrun.

 

 

 

„Þetta er ömurleg staða, núna er liðin síðasta helgin sem dóttir mín var í Holti. Mér finnst þetta mjög dapurlegt og ég veit að dóttir mín verður líka mjög döpur þegar kemur að næsta mánuði og hún fer ekki í Holt eins og henni hefur alltaf hlakkað til,“ segir Áslaug Kristjánsdóttir í Stykkishólmi. Aðrir foreldrar sem haft hafa samband við Skessuhorn, eða rætt hefur verið við, hafa svipaða sögu að segja. Þar á meðal er Hannes Heiðarsson í Borgarnesi stjórnarmaður í Þroskahjálp á Vesturlandil. Hannes segir að þetta gerist þrátt fyrir að ekki hafi þurft að borga leigu fyrir starfsemina öll þau ár sem hún hafi verið í Holti. Þá boði þetta ekki gott í reynslunni af nýlegum tilflutningi málaflokksins til sveitarfélaganna frá ríkinu.

 

Ekki lögboðin þjónusta

Lokunin í Holti var tilkynnt bréflega til hlutaðeigandi um miðjan september, en starfsemi hættir þar í lok nóvember. Guðrún Kristinsdóttir forstöðumaður skammtímavistunarinnar segist að sjálfsögðu vera óhress með lokunina, enda eigi hún líka barn sem hafi notið þjónustunnar. Guðrún segir að frá því hún fór að starfa við málaflokkinn árið 2007 hafi stöðugar skerðingar verið frá ríkinu og þær hafi síst farið minnkandi. Í suma þjónustuþætti, sérstaklega ef þeir er ekki metnir sem lögboðin þjónusta, fáist engir peningar. Undir þann hatt falli skammtímavistunin. Peningarnir sem um ræðir fyrir skammtímavistunina voru árið 2012, um tíu milljónir á Gufuskálum þar sem vistunin var starfandi tvær helgar í mánuði að vetrinum. Til starfsemi í Holti var varið 23 milljónum í fyrra. Í Holti hefur verið skammtímavistun þrjár helgar yfir vetrarmánuðina og sumarbúðir í nokkrar vikur að sumrinu, sem reyndar voru illa sóttar síðasta sumar.

 

Það er landshlutasamtök sveitarfélaga sem hafa deilt út peningum til málaflokksins eftir að hann var fluttur frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hrefna Jónsdóttir hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi hefur haft með málaflokkinn að gera. Hún segir að ríkið hafi skert mjög fjárveitingar og SSV hefði þurft að fá um 50 milljónum meira í hann á þessu ári en raunin varð. „Það var niðurstaðan að fara þessa leið þótt hún sé ekki sársaukalaus. Skammtímavistunin er ekki lögbundin þjónusta. Við fengum hana í arf frá Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra sem byggði hana upp í samstarfi við Þroskahjálp. Með fjárveitingum frá ríkinu er ekki gert ráð fyrir þjónustu eins og veitt var í Holti og á Gufuskálum,“ segir Hrefna.

 

Holt var eina úrræðið

Ljóst er að lokun skammtímavistunarinnar mun ekki aðeins bitna á félagslega þætti skjólstæðinganna, heldur einnig á heimilunum þar sem foreldrarnir fái minni hvíld við að ala önn fyrir sínu barni. Félagsþjónusta sveitarfélaganna ætlar að bregðast við með því að auka liðveislu, svo sem með stuðningsforeldrum. Foreldrar og forráðamenn fötluðu einstaklinganna segja að það komi hins vegar ekki í staðinn fyrir félagslega þátt skammtímavistunarinnar og oft hafi reynst erfitt að fá liðveislu eða stuðningsforeldra. Í því sambandi hafi iðulega þurft að leita til skyldmenna og venslafólks. Guðmundur Gunnarsson bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ í Dölum segir að lokun Holts þýði mikla þjónustuskerðingu. „Sonur minn sem er 19 ára gamall hefur notið þess að vera í skammtímavistun í Holti. Hann hefur myndað félagsleg og vinaleg tengsl við sína líka sem þar hafa verið, sem nú er klippt á. Fyrir hann var þetta eina félagslega úrræðið og fyrir okkur var Holt eina úrræðið þegar hann var hér heima. Hér er útilokað á fá liðsveislu eins og stuðningsfjölskyldu,“ segir Guðmundur á Kjarlaksvöllum. Guðmundur er ekki sáttur með þjónustuna eftir að hún var flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna. Hann segir að þjónustan núna sé ekki eins og hún var þegar þjónustuskrifstofan fyrir landshlutann var í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is