Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2013 04:54

Foktjón og ekkert ferðaveður á sunnanverðu Vesturlandi (Myndir)

Þjóðvegurinn undir Hafnarfjalli og við Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit er nú lokaður vegna veðurs. Mikið hvassviðri og úrkoma hefur verið nú eftir hádegi og vindhraði undir Hafnarfjalli farið upp rúma 50 metra á sekúndu í verstu kviðunum. Strætóferðir hafa fallið niður nú síðdegis. "Við höfum haft nóg af verkefnum og erum nú með átta hópa úti við hjálparstörf. Það er þak að fjúka af sumarhúsi í Hafnarskógi, húsbíll, kerrur og fiskikör hafa farið af stað, þakplötur hafa losnað af húsum á Akranesi og í einu tilviki fokið á bifreið og valdið skemmdum. Við viljum mælast til þess að fólk sé ekki á ferli utandyra,"segir Þór Bínó formaður Björgunarfélags Akraness.

Þakplötur hafa einnig losnað af húsum í Borgarnesi og gámur fauk af stað og felldi ljósastaur. Liðsauki björgunarsveitarmanna er á leið til Borgarness ofan úr Borgarfirði en vart er þó talið að þeir þurfi að takast á við stór verkefni þar sem vonir standa til að veðrið gangi niður með kvöldinu. Ekki hefur frést af neinu tjóni eða lokunum vega annars staðar á Vesturlandi.  

 

Skil óveðurslægðarinnar fara nú hratt norðaustur yfir landið. Það á að lægja mikið suðvestantil og stytta upp eftir klukkan 18. Austan- og norðaustanlands gengur veðrið ekki niður fyrr en í nótt. Síðan snýst í suðvestan-storm suðvestan- og vestanlands í nótt og fyrramálið og þá með krapaéljum og hálku ofan um 200-300 metra hæðar. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar þá er hálka  eða hálkublettir víða á vegum á Vesturlandi. Óveður er á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Fróðárheiði er þæfingur og óveður. Hálka er á Bröttubrekku.

 

Hér fyrir ofan má fletta í myndum af óveðrinu á Akranesi þar sem björgunarsveitarmenn unnu hörðum höndum við að takmarka tjón af völdum þess nú síðdegis. Myndirnar eru teknar af Kolbrúnu Ingvarsdóttur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is