Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2013 06:01

Gunnar Sigurðsson ætlar ekki fram næsta vor

Gunnar Sigurðsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness, hefur ákveðið að stíga til hliðar að lokna kjörtímabilinu næsta vor. „Ég held þetta sé orðið gott eftir 20 ár í bæjarstjórn og tími til kominn að aðrir taki við keflinu,“ sagði Gunnar í samtali við Skessuhorn. Hann fór á fund Þorgeirs Jósefssonar formanns fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Akranesi í gær og tilkynnti þar ákvörðun sína. Gunnar segist ánægður með störf sín og setuna í bæjarstjórninni í 20 ár. Hann sé stoltur af því að hafa beitt sér og haft mikil áhrif á byggingu nýs tónlistarskóla á Akranesi, byggingu nýs bókasafns og að bæjarbúum á Akranesi gefist kostur á að ferðast frítt með strætó. Gunnar var forseti bæjarstjórnar þegar öll þessi mál komust til framkvæmda.

 

 

 

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi ákvað á fundi nýverið að uppstilling yrði viðhöfð á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Skipuð var fimm manna kjörnefnd sem hafi það verkefni að raða á framboðslista. Í kjörnefndinni eru Þorgeir Jósefsson formaður, Magnús Brandsson, Kolbrún Hreinsdóttir, Guðjón Guðmundsson og Jón Axel Svavarsson. Þorgeir Jósefsson segir að kjörnefndinni hafi ekki verið gefinn afmarkaður tími til að skila sinni vinnu. Sem kunnugt er fékk Sjálfstæðisflokkurinn tvo fulltrúa kjörna í bæjarstjórn vorið 2010. Auk Gunnars Sigurðssonar er í bæjarstjórninni Einar Brandsson. Einar sagði í samtali við Skessuhorn hafa fullan hug á því að taka þátt í bæjarpólitíkinni áfram, enda reynslunni ríkari nú þar sem að fyrstu misserin á þessum vettvangi færu að talsverðu leyti í að læra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is