Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Náttmál. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2013 09:24

Forystudagur á morgun í Háskólanum á Bifröst

Sérstakur forystudagur viðskiptafræðisviðs Háskólans á Bifröst verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 13. nóvember frá klukkan 10 til 17. Um er að ræða fjölbreytta dagskrá þar sem boðið verður upp á ýmis erindi og vinnustofur. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, verður með sérstaka vinnustofu um forystu og atvinnulíf og þá verður Sigurður Ragnarsson, sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs, með vinnustofu um þjónandi forystu (e. servant leadership). Þrjú erindi verða í boði á forystudeginum á Bifröst. Anna Elísabet Ólafsdóttir, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst, fjallar um forystu í fjarlægu landi í tengslum við starf sitt í Tanzaníu. Einar Svansson, lektor við viðskiptafræðisvið Háskólans á Bifröst, fjallar um viðskiptasiðferði og hlutverk leiðtogans í tengslum við markaðs- og sölustarf. Að lokum fjallar Eðvald Möller, aðjúnkt við Viðskiptafræðideild HÍ, um efni á sviði verkefnastjórnunar sem ber yfirskriftina „sturtuferð stjórnandans.“

Dagskráin hefst kl. 10.00 og er áætlað að hann taki enda um kl. 17.00. Fundarstjóri verður Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir forstöðumaður Háskólagáttar.

 

10:00 -11:30 Vinnustofa: Þjónandi forysta – Nútíma þrælahald?

Sigurður Ragnarsson. Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Háskólans á Bifröst.

Hugtakið þjónandi forysta (e. servant leadership) hefur fengið aukna vigt í forystufræðunum síðustu ár. Hvað þýðir þjónandi forysta og hvernig geta fyrirtæki og stofnanir nýtt sér hana til að ná árangri? Hvað þýðir þjónandi forysta fyrir starfsfólk? Þurfa allir að verða þjónar og taka fyrirskipunum? Í þessari vinnustofu verður fjallað um nokkur lykilatriði þjónandi forystu og þátttakendur fá tækifæri til að vinna með hugtakið.

11:30-12:15 Erindi: Viðskiptasiðferði - Hlutverk leiðtogans í markaðs- og sölumálum

Einar Svansson. Lektor, viðskiptafræðisvið Háskólans á Bifröst.

Hlutverk leiðtogans í öllum þáttum stjórnunar hefur lengi verið til umfjöllunar. Hér verður fjallað um stjórnandann og leiðtogann sem áhrifavald í tengslum við viðskiptasiðferði og markaðs- og sölustarfsemi fyrirtækja.

12:15-12:45 Hlé.

12:45-13:30 Erindi: Forysta í fjarlægu landi

Anna Elísabet Ólafsdóttir. Aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst.

Anna Elísabet Ólafsdóttir hefur haft forystu um uppbyggingu og rekstur á bóndabæ og ferðaþjónustu í Tanzaníu undanfarin 5 ár. Þá hefur Anna, með dyggum stuðningi fjölmargra, tekið þátt í ýmsum samfélagslegum verkefnum í þorpinu en þar er fátækt mjög mikil. Hún hefur aðstoðað við dreifingu hreins vatns og byggt leikskóla. Jafnframt hefur Anna aðstoðað og tekið á móti íslenskum nemendum á lokaári í hjúkrun og tannlækningum sem hafa hjálpað til á sjúkrahúsinu í þorpinu auk þess að veita börnum fræðslu á sviði heilsueflingar og forvarna. Anna Elísabet fjallar um starf sitt í fjarlægu landi og segir okkur m.a. frá áskorunum og tækifærum.

13:30-14:30 Erindi: Verkefnastjórnun – Sturtuferð stjórnandans

Eðvald Möller. Aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Verkefnastjórnun er ekki eingöngu fag stjórnandans heldur allra er að verkefninu koma. Stjórnandinn gegnir lykilhlutverki í ákvörðun verkefna og til að stjórnun verði skilvirk innan fyrirtækja og stofnana þá reynir á hæfileika stjórnandans sem verkefnastjóra. Í erindinu verður farið yfir grundvallaratriði verkefnastjórnunar og bent á einfaldar og skilvirkar aðferðir við stýringu verkefna eins og „sturtuferð stjórnandans.“

14:30-17:00 Vinnustofa: Forysta og tengsl viðskiptafræðináms við atvinnulífið! Jón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fjallar um forystu, gildi viðskiptafræðináms og tengsl þess við atvinnulífið, kaup á fyrirtækjum og þá breytingu sem orðið hefur á íslensku viðskiptalífi frá upphafi nýrrar aldar. Þátttakendur munu leysa fjögur raunhæf verkefni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is