Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2013 10:42

Forseti Íslands sótti heim háskólasamfélagið á Bifröst

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands heimsótti Háskólann á Bifröst í gær og átti fund með bæði nemendum og starfsfólki skólans. Hann byrjaði á því að ganga um skólabyggingarnar í fylgd Vilhjálms Egilssonar rektors og Þóris Páls Guðjónssonar kennara við skólann til langs tíma. Skoðuðu þeir m.a. myndir af fyrrum nemendum skólans og fóru í Hollvinastofuna á Bifröst sem geymir gamla hluti frá skólastarfi á Bifröst í gegnum árin. Því næst átti forsetinn fund með kennurum og öðru starfsfólki skólans. Á fundinum kynnti hann sér málefni skólans og fjallaði um þær breytingar sem hafa orðið á kennsluháttum vegna tækniframfara og alþjóðavæðingar og hvernig búa megi nemendur sem best fyrir framtíðina.

 

 

 

Ólafur Ragnar ávarpaði svo nemendur á sal á málstofu þar sem hann fjallaði um stöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi. Nefndi hann sérstaklega þrjú atriði þar sem Ísland yrði mjög áberandi á alþjóða vettvangi. Í fyrsta lagi er það jarðhitinn og hvernig hægt er að nýta hann víðsvegar um heiminn. Í öðru lagi nefndi hann ferðaþjónustuna og þá sögulegu arfleið sem Ísland á og ferðamenn koma að skoða og upplifa. Í þriðja og síðasta lagi fjallaði forsetinn um það hlutverk sem Ísland getur gegnt á sviði norðurheimskautsmála, eins og með tilkomu alþjóðlegrar skipahöfn í Finnafirði en mikil tækifæri liggja í að gera landið að viðkomustað á alþjóðlegri flutningaleið skipa. Ólafur Ragnar svaraði loks fyrirspurnum úr sal frá nemendum í lok málstofunnar.

Eftir að málstofu lauk afhenti Hallur Jónasson, formaður Sjentilmannaklúbbsins á Bifröst, forsetanum gjöf frá samfélaginu á Bifröst sem innihélt bréfahníf gerðan úr hornum holdanauts frá Ferjubakka og hannaður af Rítu og Páli í Grenigerði. Að endingu var svo haldið kaffiboð fyrir forsetann, nemendur og starfsfólk Háskólans á Bifröst að gömlum íslenskum sið. Þar var boðið upp á flatkökur með hangikjöti, hnallþórur, kleinur og pönnukökur.

Heimsókn forseta Íslands var skipulögð af Sjentilmannaklúbbnum á Bifröst í samráði við skólann og skrifstofu forseta Íslands.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is