Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2013 01:54

Skákkona af Mýrunum stendur sig vel á EM

Skákkonan Tinna Kristín Finnbogadóttir frá Hítardal á Mýrum stendur sig vel með íslenska landsliðinu í skák á Evrópumótinu sem fram fer þessa dagana í Varsjá í Póllandi. Tinna Kristín er fyrir fimmtu umferðina á mótinu í dag búin að vinna þrjár skákir af fjórum og virðist í fantaformi. Síðast vann hún norska stúlku í viðureigninni gegn Noregi í gær sem endaði með jafntefli, 2:2. Þar áður vann Tinna Kristin svissneska skákkonu en þar varð einnig 2:2 jafntefli í viðureign liðanna. Í annarri umferð náði Tinna Kristín í eina vinning Íslands í 1:3 tapi gegn Litháum. Ísland tapaði með sama mun fyrir Póllandi í fyrstu umferð og var það eina skákin sem Tinna Kristín hún hefur tapað á mótinu. Fyrir fimmtu umferðina í dag var kvennaliðið íslenska með 2 stig og 6 vinninga í 27. sæti. Pólverjar og Úkranínumenn voru efstir með 8 stig. Íslenska liðið mætti ítölsku sveitinni í gær og ljóst að á brattann yrði að sækja þar sem stigamunur liðanna var mikill. Karlaliðið var fyrir keppnina á móti sveit heimamanna Pólverja í gær með 3 stig og 8,5 vinning í 27. sæti. Liðið er efst Norðurlandanna á mótinu. Frakkar voru efstir karlasveita með 8 stig og átta lið voru með 6 stig.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is