Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2013 06:00

Botn Kolgrafafjarðar nánast lífvana

Síldardauðinn í Kolgrafafirði síðasta vetur hefur haft þær afleiðingar að lítið líf er nú á hafsbotninum í firðinum. Súrefnisskortur vegna rotnunar síldarinnar hefur eytt mestöllu botndýralífi. Eftir lifa helst ormar sem eru sérhæfðir til að komast af í súrefnissnauðu umhverfi. Botnleðjan er víða kolsvört og angar af brennisteinsfýlu sem eru einkenni súrefnisleysis. Þetta eru frumniðurstöður rannsóknar Náttúrustofu Vesturlands, Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi og Líf- og umhverfisvísindastofnunar HÍ.

Síldardauðinn í fyrra er talinn hafa orsakað þetta hrun í botndýralífinu. „Okkur grunaði að lífríkið á botni Kolgrafafjarðar yrði fyrir miklum skakkaföllum vegna súrefnisskorts þegar síldin rotnaði. Við vitum að dauð botndýr rak á land eftir síldardauðann í fyrra. Með styrk frá Vegagerðinni var sett af stað samvinnuverkefni um sýnatöku og rannsóknir á botndýralífinu nú í sumar. Tekin voru sýni af botninum á sömu stöðum og gert hafði verið árið 1999 þegar fjörðurinn var rannsakaður vegna umhverfismats í tengslum við fyrirhugaða þverun og vegagerð,“ segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrstofu Vesturlands í Stykkishólmi.

 

Niðurstöðurnar eru ekki uppörvandi. Rotnun síldarinnar á botni fjarðarins hefur framkallað mikinn súrefnisskort. „Botnleðjan er kolsvört og brennisteinsfnykur af henni sem bendir ótvírætt til súrefnisskorts. Dýrategundum hefur fækkað mjög samanborið við 1999. Í botnsetinu er nú ríkjandi ein tegund burstaorma sem er þekkt fyrir að ná miklum þéttleika við aðstæður þar sem er ofgnótt næringarefna og súrefnisskortur, t.d. í grennd við stórar skólpútrásir. Hins vegar er lífríkið utan brúar mun fjölbreyttara og líkt því sem áður var inni á firðinum.“ Róbert segir að ef síldardauðinn endurtaki sig ekki megi þó vænta þess að lífríkið jafni sig aftur á nokkrum árum eftir að rotnuninni er lokið. „Við ætlum að reyna að útvega fjármagn til að fylgjast með þeirri þróun,“ segir Róbert og bætir við að rannsókninni á ástandinu sumarið 2013 sé ekki lokið. Hún er einkum unnin af Valtý Sigurðssyni, meistaranema í líffræði, og var kynnt á ráðstefnu Líffræðifélags Íslands í Reykjavík í síðustu viku. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is