Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2013 09:00

Skyldleikaræktun hamlar vexti arnarstofnsins á Íslandi

Ný erfðarannsókn vísindamanna hér á landi bendir til að ernir á Íslandi séu svo náskyldir innbyrðis að það hamli vexti stofnsins. Þetta eru afleiðingar af því að örnum var nær útrýmt hér á landi á síðustu öld. Svo fáir fuglar voru eftir í stofninum að erfðabreytileikinn var orðinn mjög lítill. Síðan hafa náskyldir fuglar tímgast saman með hættu á að þeir gefi af sér unga sem eru minna lífvænlegir en afkomendur fjarskyldari einstaklinga.

Þetta eru niðurstöður samvinnuverkefnis náttúrustofa, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Háskóla Íslands um erfðabreytileika í íslenska hafarnarstofninum sem kynntar voru á yfirlitsráðstefnu Líffræðifélags Íslands um líffræðirannsóknir hér á landi sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku.

 

Í rannsókninni voru tekin blóðsýni úr 241 arnarunga og notuð til erfðagreiningar. „Niðurstöðurnar sýna það sem marga grunaði, það er að erfðabreytileiki virðist lítill í arnarstofninum. Það voru umtalsvert fleiri kvenfuglar en karlfuglar á meðal unganna þannig að kynjahlutföllin eru skekkt. Við sjáum líka að eftir því sem skyldleiki unga á sama hreiðri var minni, því fleiri ungar höfðu komist á legg á því setri á árunum 2003-2011. Fjarskyldum fuglum virðist því ganga betur að koma upp ungum. Þetta gæti bent til að æxlun náskyldra fugla hamli vexti arnarstofnsins," segir Róbert Arnar Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi. Hann er einn þeirra vísindamanna sem tóku þátt í rannsókninni.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is