Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2013 03:25

Lionsklúbburinn Eðna gefur út dagatöl til fjáröflunar

Lionsklúbburinn Eðna hefur gefið út árlegt dagatal sitt, með myndum frá Akranesi og umhverfinu þar í kring. Að venju voru það meðlimir áhugaljósmyndarafélagsins Vitans sem tóku myndirnar sem prýða hverja síðu dagatalsins. „Við ætlum að selja dagatölin í anddyri Krónunnar og Bónuss næstu fjórar helgar og verðum þar með posa. Einnig verða dagatölin til sölu í Bjargi og hægt að nálgast þau hjá félagskonum. Hvert dagatal kostar aðeins 1200 krónur,“ sögðu Guðbjörg Nielsdóttir Hansen og Svanhildur Thorstensen fyrir hönd fjáröflunarnefndar Eðnu í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

Dagatalið er gefið út til fjáröflunar fyrir líknarsjóð klúbbsins en allur ágóði af útgáfunni rennur óskiptur til sjóðsins. Lionsklúbburinn Eðna hefur um árabil látið gott af sér leiða á Akranesi. Sem dæmi má nefna að í fyrra fékk skurðdeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands tæki til kviðsjáraðgerða að gjöf frá Eðnukonum og FEBAN fékk á dögunum hjartastuðtæki frá þeim. Einnig hafa þær styrkt alla skólana á Akranesi. „Ekki hefur verið ákveðið hvað verður styrkt næst en við erum að safna í líknarsjóðinn og allur ágóði rennur í hann. Fólk er að styrkja gott málefni,“ sögðu Guðbjörg og Svanhildur. Lionsklúbburinn Eðna var stofnaður 1997 en var áður Lionessuklúbbur sem var stofnaður 1981. Klúbburinn er sjálfstætt starfandi og hittast félagskonur einu sinni í mánuði en þær eru um fjörtíu talsins.

 

„Við viljum koma á framfæri þökkum til þeirra fyrirtækja og stofnana sem styrkt hafa útgáfuna fjárhagslega og til Prentmets sem sá um prentunina. Sérstakar þakkir fá félagar í áhugaljósmyndafélaginu Vitanum á Akranesi en þeir styrktu okkur með þeim einstöku myndum sem prýða dagatalið og að lokum fá bæjarbúar þakkir fyrir góðar viðtökur,“ segja þær að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is