Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2013 09:01

Byggt við Landnámssetrið í Borgarnesi

Í Borgarnesi er Landnámssetur Íslands til húsa. Í setrinu er veitingahús sem hefur getið sér gott orð fyrir heilnæman, bragðgóðan og ferskan mat. Í tengslum við uppbyggingu og fjölgun ferðamanna hefur aðsóknin í Landnámssetrið aukist og því var orðið aðkallandi að byggja við veitingahúsið. „Það var farið að verða ansi þröngt um okkur í þessu fallega gamla húsi og við þurftum því að byggja við það. Þetta er elsta húsið í Borgarnesi, byggt árið 1878, og var hér verslun fram á miðja 20. öld. Húsinu var breytt í núverandi mynd eftir miklar endurbætur árið 1997 en þá var veitingahúsið Búðarklettur opnað. Eldhúsið var aftur á móti orðið of lítið fyrir starfsemina í dag og það vantaði sárlega geymslur. Okkur fannst einboðið að bæta einnig við auka sal. Salurinn verður fallegur en hann er byggður inn í klettinn sem húsið stendur við. Hægt er að loka honum af og því hentar hann vel fyrir hópa,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri í samtali við blaðamann.

„Ekki var vanþörf á breytingunum því mikil fjölgun hefur orðið á viðskiptavinum. Það var mikið að gera í október og hópar eru að koma inn yfir veturinn. Áætlað er að breytingum verði lokið 1. desember en eldhúsið er opið og hafa breytingarnar lítil áhrif á það,“ útskýrir hún.

 

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is