Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2013 11:01

Opna sushi veitingastað í einn dag

Á morgun, laugardag verður í fyrsta skipti haldið upp á alþjóðlegu matarhátíðina „Dag veitingahússins“ eða Restaurant Day hér á landi, en hátíðin fer fram á sama deginum einu sinni á hverri árstíð. Hátíðin byggir á finnskri hugmynd og var haldið upp á hana í fyrsta skipti árið 2011. Hróður hennar hefur vaxið upp frá því og borist víða um heimsbyggðina. Hátíðin fer þannig fram að hver sem er getur tekið þátt og felst þátttakan í því að þátttakendur skrá sig á vefinn restaurant.org til að tilkynna opnun veitingastaðar eða kaffihúss þennan eina dag sem hátíðin fer fram. Hver og einn sér svo um að koma sínum stað á framfæri. Gestum og gangandi er síðan boðið upp á allskyns kræsingar, oftar en ekki tengt árstíðunum fjórum. Misjafnt er hvar þátttakendur opna veitingastaði sína, margir umbreyta heimilum sínum, aðrir leigja sér húsnæði undir starfsemina og enn aðrir láta sér einungis sölutjald nægja eða jafnvel götuhorn.

Nokkur hópur fólks víða um land ætlar að taka þátt í hátíðinni á laugardaginn, meðal annars á Akranesi þar sem systurnar Aldís og Stefanía Róbertsdætur munu bjóða upp á take-away sushi í heimahúsi að Reynigrund 39.

„Við erum miklir sushisælkerar og finnst vanta þessa þjónustu á Akranes. Þess vegna ákváðum við að slá til. Stefanía er matreiðslunemi á Fiskmarkaðinum í Reykjavík og hefur útbúið ófáa sushi bitanna svo við erum ekki algjörir amatörar,“ sagði Aldís í samtali við Skessuhorn. Hún segir að ekkert verði til sparað í tilefni dagsins. „Allt hráefni verður fyrsta flokks frá Fiskmarkaðinum og einnig munum við njóta aðstoðar eins færasta sushi kokks landsins, hans Kiri.“

 

Systurnar eru þegar byrjaðar að taka við pöntunum og er hægt að panta með því að hringja í síma 695-1018 eða 865-8960. Einnig hafa þær búið til sérstaka viðburðasíðu á Facebook sem lesendur geta fundið með því að slá inn „Combo Sushi“ í leitargluggann á síðunni. Allir eru hvattir til að kanna málið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is