Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
13. nóvember. 2013 03:29

Verð hérna með kindurnar mínar meðan ég get

"Ég kom hingað sex ára gömul og hef átt hér heima alla tíð. Þannig að ég er orðin ansi rótföst. Ætli ég verði ekki hér meðan ég get með kindurnar mínar,“ segir einbúinn Valgerður Lárusdóttir á Fremri-Brekku í Saurbæ, en hún verður 75 ára í jólamánuðinum næstkomandi. „Það er náttúrlega mínum frábæru nágrönnum og sveitungum að þakka að ég get verið hérna. Þeir líta til með mér og ekki er ég síst þakklát þeim hjónum í Hvítadal, Ragnheiði og Þórarni, sem vilja allt fyrir mig gera. Þau voru ekki að víla það fyrir sér að brjótast hingað á dráttarvél í veðrinu sem gekk yfir hérna rétt fyrir áramótin í fyrra og mér var ekki hætt út úr húsi. Þau komust hingað við illan leik. Þá var ekki stætt hérna úti í stórhríð og hríðarveðri og járnplöturnar á ferð í kringum húsið. Hér fauk nánast allt sem fokið gat nema húsin. Veðrið var svo slæmt að björgunarsveitin komst ekki fyrr en morguninn eftir. Þá var allt neglt niður og lagað það sem þurfti. Ég er að verða svolítið rokhrædd með aldrinum. Mér var svo við í þessu veðri að ég jafnaði mig eiginlega ekki fyrr en leið á sumarið,“ sagði Valgerður í samtali við Skessuhorn.

 

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is