Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2013 09:03

Síldveiðar smábáta halda áfram en minna virðist af síld en á fyrri árum

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð þar heimilað er ð auka síldarkvóta til netaveiða á Breiðafirði í 700 tonn.

 

Margar af trillunum sem hafa verið við síldveiðar í haust voru búnar með heimildir sínar. Veiðum og vinnslu í Stykkishólmi var því sjálfhætt. Á mánudag sendi bæjarráð Stykkishólms áskorun til ráðherrans að auka heimildirnar. Sjálfur var Sigurður Ingi nýlega í bænum þar sem hann kynnti sér síldveiðarnar og vinnsluna.  

Fram til þessa í haust hafa engin merki sést um það að síld hafi gengið inn á Kolgrafafjörð. Mikil umræða hefur farið fram um hugsanlegar mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir nýjan síldardauða. Róbert Arnar Stefánsson líffræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands segir að stjórnvöld séu að skoða ýmsa möguleika og reyna að meta kostnað við framkvæmd þeirra. „Það er þá helst að fæla síldartorfurnar frá því að synda undir brúna með nokkurs konar loftbóluneti, einhvers konar veifum sem settar yrðu ofan í sjóinn eða með því að senda út hvalahljóð neðansjávar. Vandinn er bara að menn hafa ekkert fast í hendi um það hvort svona lagað virki.“

 

Enn sem komið er virðist það huggun harmi gegn varandi hættuna á að síld fari undir brú og inn á fjörðinn, að svo er að sjá sem síldin hafi ekki gengið upp að ströndum við norðanvert Snæfellsnes í sama mæli og áður. „Það virðist vera miklu minna af síld á þessum slóðum heldur en í fyrra. Þetta eru kannski nokkrir tugir þúsunda tonna sem hafa þá einkum safnast inn á Hofsstaðavog. Stærstur hluti fullorðna hluta síldarstofnsins hefur þannig ekki skilað sér upp að ströndinni hvað sem síðar verður. Menn eru að velta fyrir sér hvort þessi síld hafi gengið austur fyrir land og dvelji þar nú með smásíldinni við suðausturströndina. Mér skilst að rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar leiti nú með síldarskipunum á Breiðafirði,“ segir Róbert. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is