Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2013 02:20

Snæfell eltir Keflavík sem skugginn

Snæfellkonur unnu góðan sigur á Valsstúlkum á Hlíðarenda í gærkvöldi í níundu umferð úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Lokatölur urðu 77:74 í leik þar sem Snæfell var með góða forystu lengst af en virtust slaka á í lokaleikhlutanum þannig að lítill munur var á liðunum síðustu mínútur leiksins. Á sama tíma unnu Keflvíkingar Grindavík og halda þar með toppsætinu með 16 stig. Snæfellskonur eru með 14 stig og Haukar og Grindavík með tíu.

 

 

Snæfell kom af krafti inn í leikinn og tók strax frumkvæðið. Fimm stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 38:31. Snæfellskonur bættu enn við forskotið í þriðja leikhluta og voru 14 stigum yfir þegar honum lauk, 63:49. Þá var eins og gestirnir slökuðu á og það má ekki gegn jafn sterku liði og Val. Fyrr en varði voru Valskonur búnar að minnka muninn í tvö stig, 68:70. Nær komust þær ekki og Snæfellkonur gerðu þar með góða ferð á Hlíðarenda. Atkvæðamest hjá Snæfelli var Chynna Brown með 29 stig, Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir skoraði 14 stig og tók 9 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 stig, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 og Helga Björgvinsdóttir 4.

 

Í næstu umferð fær Snæfell Hamarskonur í heimsókn nk. sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is