Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2013 02:20

Snæfell eltir Keflavík sem skugginn

Snæfellkonur unnu góðan sigur á Valsstúlkum á Hlíðarenda í gærkvöldi í níundu umferð úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Lokatölur urðu 77:74 í leik þar sem Snæfell var með góða forystu lengst af en virtust slaka á í lokaleikhlutanum þannig að lítill munur var á liðunum síðustu mínútur leiksins. Á sama tíma unnu Keflvíkingar Grindavík og halda þar með toppsætinu með 16 stig. Snæfellskonur eru með 14 stig og Haukar og Grindavík með tíu.

 

 

Snæfell kom af krafti inn í leikinn og tók strax frumkvæðið. Fimm stigum munaði á liðunum eftir fyrsta leikhluta og staðan í hálfleik var 38:31. Snæfellskonur bættu enn við forskotið í þriðja leikhluta og voru 14 stigum yfir þegar honum lauk, 63:49. Þá var eins og gestirnir slökuðu á og það má ekki gegn jafn sterku liði og Val. Fyrr en varði voru Valskonur búnar að minnka muninn í tvö stig, 68:70. Nær komust þær ekki og Snæfellkonur gerðu þar með góða ferð á Hlíðarenda. Atkvæðamest hjá Snæfelli var Chynna Brown með 29 stig, Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, tók 10 fráköst og átti 8 stoðsendingar, Hugrún Eva Valdimarsdóttir skoraði 14 stig og tók 9 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 stig, Eva Margrét Kristjánsdóttir 7 og Helga Björgvinsdóttir 4.

 

Í næstu umferð fær Snæfell Hamarskonur í heimsókn nk. sunnudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is