Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
16. nóvember. 2013 08:01

Alþjóðlegur minningardagur fórnarlamba umferðarslysa

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa verður haldinn á morgun, sunnudaginn 17. nóvember. „Landsmenn eru hvattir til að nota þennan dag til að leiða hugann að minningu þeirra sem látist hafa í umferðinni og þeim sem hafa slasast en jafnframt íhuga þá ábyrgð sem hver og einn ber sem þátttakandi í umferðinni. Klukkan 11:15 verður einnar mínútu þögn sem landsmenn eru hvattir til að taka þátt í. Um það bil 4.000 manns láta lífið og hundruð þúsunda slasast í umferðinni í heiminum á degi hverjum. Enn fleiri þurfa að takast á við áföll, sorgir og eftirsjá af völdum þessa. Segja má að allir upplifi með einum eða öðrum hætti afleiðingar umferðarslysa. Vart er til sá einstaklingur sem þekkir ekki einhvern sem lent hefur í alvarlegu slysi í umferðinni,“ segir í tilkynningu frá Samgöngustofu.

Minningarathöfn við Landspítalann Fossvogi

Boðað er til minningarathafnar í Reykjavík sem verður haldin við bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi klukkan 11:00. Er það þriðja árið í röð sem slíkur minningardagur er haldinn formlega hér á landi en frá árinu 1993 hafa Sameinuðu þjóðirnar tileinkað þriðja sunnudag nóvember þessu málefni.

Hér má sjá stutta kynningu á því hvernig staðið verður að minningarathöfninni í Reykjavík og dagskrá hennar. Það er ekki aðeins að dagurinn sé tileinkaður minningu látinna í umferðinni heldur hefur jafnframt skapast sú venja við minningarathöfnina að heiðra fulltrúar þeirra starfsstétta sem koma að björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys eiga sér stað. Forseti Íslands hefur fyrir hönd þjóðarinnar flutt þessum starfsstéttum þakkir fyrir það mikilvæga og óeigingjarna starf sem þær sinna. Við athöfnina koma saman fulltrúar hjúkrunarfólks, lækna, lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutningamanna, Landhelgisgæslu, rannsóknarnefndar samgönguslysa og fleiri hlutaðeigandi ásamt aðstandendum og gestum.

Venjan hefur verið sú að fulltrúar þyrludeildar Landhelgisgæslunnar hafa komið á þyrlu og lent á lendingarpallinum við Bráðamóttökuna rétt fyrir athöfnina. Í kjölfarið hefur ökutækjum viðbragðsaðila verið stillt upp við hlið þyrlunnar og má í því sambandi nefna lögreglubíla og bifhjól, sjúkrabíla, slökkviliðsbíla, björgunarsveitabíla og fleira.

Að loknu erindi forseta Íslands segja tveir einstaklingar frá lífsreynslu sinni eða störfum tengd umferðarslysum.

 

Dagskrá athafnarinnar í Reykjavík

Dagskráin kemur til með að vera eftirfarandi. (Birt með fyrirvara um breytingar).

o 10:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar lendir við spítalann.

o 11:00 Stjórnandi athafnarinnar setur samkomuna.

o 11:05 Forseti Íslands flytur ávarp og segir frá tilefni dagsins.

o 11:15 Mínútu þögn.

o 11:16 Stjórnandi kynnir aðstandanda sem segir reynslusögu.

o 11:21 Stjórnandi kynnir starfsmann LSP sem segir reynslusögu.

o 11:26-11:30 Stjórnandi segir athöfninni formlega lokið.

o 11:30 Þátttakendum boðið til kaffis í bílageymslu bráðamóttökunnar.

 

Að lokinni athöfninni hefur ætíð verið sú venja að forsetinn fari ásamt ráðherra inn á kaffistofu starfsmanna Bráðamóttökunnar og færi þeim brauð og bakkelsi sem táknrænan þakklætisvott fyrir störf þeirra.

Með erindi þessu felst hvatning til forsvarsmanna sveitarfélaga til að minna íbúa á þennan dag og hvetja fólk til þátttöku. Vonandi gefur þessi samantekt einhverjar hugmyndir um með hvaða hætti verði hægt að boða til samkomu eða samverustundar sem víðast á landinu.

Starfshópur innanríkisráðuneytisins um Áratug aðgerða annast undirbúning þessa verkefnis á höfuðborgarsvæðinu undir framkvæmdastjórn undirritaðs og ykkur er velkomið að hafa samband ef einhverjar spurningar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is