Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
14. nóvember. 2013 02:33

Sjávarútvegsráðherra íhugar frjálsar síldveiðar í Kolgrafafirði

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra skýtur ekki loku fyrir þann möguleika að heimila frjálsar veiðar smábáta fyrir innan brú í Kolgrafarfirði. Það yrði hugsanlega gert komi til þess að síldin gangi þar inn í miklu mæli og menn standi frammi fyrir því að óheyrilegt magn síldar drepist í kjölfarið. 

 

Jafnframt hefur því verið slegið föstu að ekki verði frekar bætt við kvótaheimildir smábátaflotans til síldveiða utan Kolgrafafjarðar, umfram það sem gert var í dag. Skessuhorn greindi frá því í morgun að búið værið að bæta 700 tonnum við þessar heimildir.

 

 

Greint er frá þessu í frétt á vef sjávarútvegsráðuneytisins.

 

Í fréttinni segir auk þessa: 

 

Síldveiðar smábáta við Breiðafjörð eru mikilvægar séð bæði út frá atvinnu- og byggðasjónarmiði og mun það verða skoðað með innleiðingu samningaleiðarinnar, sem nú er verið að vinna að og lögð verður fyrir Alþingi, hvernig hægt sé að nýta þann hluta sem ætlaður er til atvinnu- félags- og byggðaúrræða í ráðstafanir sem þessar. Með því þyrfti ekki að reiða sig á tímabundið bráðabirgðaákvæði sem þyrfti sérstakar ráðstafanir til hverju sinni sem því væri beitt."

 

Sjá nánar á vef ráðuneytisins.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is