Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. nóvember. 2013 04:06

Sex skip á síldveiðum á Urthvalafirði - veiðin heldur að glæðast

Sex stór síldveiðiskip voru eftir hádegi í dag stödd á litlu svæði á miðjum Urthvalafirði á Snæfellsnesi, um hálfa aðra sjómílu utan við brú á Kolgrafafirði. Þetta eru skipin Vilhelm Þorsteinsson, Börkur, Lundey, Ásgrímur Halldórsson, Kap og Ingunn. Skessuhorn slá á þráðinn til Gunnlaugs Jónssonar skipstjóra á Ingunni AK, öðru af tveimur skipum HB Granda, á svæðinu. „Þetta er skásti dagurinn hjá stóru skipunum í langan tíma,“ sagði Gunnlaugur en sagði þó að síldin væri frekar dreifð og því ekki beinlínis hægt að tala um mok. „Börkur er búinn að fá mjög gott kast. Við komum hingað í morgun á Ingunni AK og fengum 300 tonn í fyrsta kastinu og erum núna að dæla úr öðru kasti sem líklega er um 500 tonn. Ætli við siglum ekki með aflann eftir það. Við kælum aflann vel og fyllum því ekki,“ sagði Gunnlaugur aðspurður. Síldveiðiskipin hafa undanfarna daga verið á veiðum nokkru austar, m.a. við Hrútey, en veiðin hefur verið slök.  „Þetta er ágætt núna miðað við veiðina undanfarna daga, menn hafa allavega getað kastað og mér sýnist flest skipin vera að fá eitthvað,“ sagði Gunnlaugur í samtali við Skessuhorn.

 

Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson fréttaritari Skessuhorns í Grundarfirði um nónbil í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is