Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
17. nóvember. 2013 12:12

Nóta frá Stóra Ási hlaut Glettubikarinn sem besta kynbótahryssan

Í ár hljóta tvær hryssur hér á landi heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Þetta eru hryssurnar Nóta frá Stóra-Ási í Borgarfirði og Hending frá Flugumýri í Skagafirði. Heiðursverðlaun voru afhent á ráðstefnunni Hrossarækt 2013 sem haldin var í gær. Síðustu tvö árin hefur fjöldi heiðursverðlaunhryssa verið óvenju mikill. Níu hlutu heiðursverðlaun 2012 og átta árið 2011. Heiðursverðlaun hljóta hryssur með 116 stig eða hærra í aðaleinkunn kynbótamats og eiga a.m.k. fimm dæmd afkvæmi. Þrjár hryssur uppfylltu þessar lágmarkskröfur að þessu sinni, þ.e. Nóta, Hending og Glás frá Votmúla. Síðasttalda hryssan fórst í upphafi þessa árs og hlaut því ekki heiðursverðlaun.

 

 

Tónlistargyðjan

Hryssan Nóta frá Stóra Ási er í eigu og ræktun Láru Kristínar Gísladóttur. Nóta er með 118 stig í aðaleinkunn kynbótamats og hlaut því Glettubikarinn sem hæst dæmda kynbótahryssan með afkvæmi. Nóta er fædd 1996 og er undan Oddi frá Selfossi og Hörpu frá Hofsstöðum. Hún hlaut 8,25 í aðaleinkunn þegar hún var sýnd í kynbótadómi árið 2003. Dæmd afkvæmi Nótu bera líkt og móðirin nöfn tengd tónlistinni og er það afar vel til fundið þar sem eigandinn og fjölskyldan öll í Stóra Ási leggur stund á tónlist auk hrossaræktarinnar. Afkvæmin eru Sónata (8,43), Trymbill (8,57), Taktur (8,26), Hending (8,15) og Tónlist (7,95).

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is