Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. nóvember. 2013 06:01

Margir hafa fengið óumbeðna mynd í fjölskyldualbúmið

„Vegna vegaframkvæmda og ógætilegs aksturs ökumanna um merkt vinnusvæði á Kjalarnesi við Móa í síðustu viku, voru fastar hraðamyndavélar á svæðinu virkjaðar og mynda nú þá ökumenn sem aka hraðar en leyfilegur hámarkshraði segir til um meðan framkvæmdir standa yfir. Leyfilegur hámarkshraði er 50 km/klst,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Skessuhorni hefur borist staðfesting á að fjölmargir ökumenn hafi fengið myndavélarblossa á sig þegar þeir hafa ekið um Kjalarnes að undanförnu þegar þeir hafa ekið um vinnusvæðið við Móa á hraða sem er jafnvel töluvert yfir ríkjandi hámarkshraða. Slík hraðasekt getur verið verulega íþyngjandi sé ekið langt yfir leyfileg mörk, eins og þau eru kynnt á skiltum við veginn núna.

 

 

 

„Vélarnar voru virkjaðar á mánudag í liðinni viku og sýna því miður að ökumenn virða ekki nægjanlega hraðamerkingar á vinnusvæðum né heldur rétt starfsmanna á svæðinu til öryggis. Tölur sýna að á hverri mínútu að meðaltali er ekið of hratt í gegnum vinnusvæðið. Lögreglan vill því nota tækifærið til að hvetja ökumenn til að gæta eigin öryggis og annarra með því að fylgja þeim merkingum sem við vinnusvæði eru og ekki síður ítreka að þeir ökumenn sem ekki virða gildandi hámarkshraða á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi mega eiga von á sektum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is