Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2013 08:01

Björk og Birki ætlað að fanga upplifun hlýrrar vornætur

Björk og Birkir eru drykkir unnir úr íslensku birki, vatni og hágæða kornspíra. Fyrir um þremur árum fór framleiðandi drykkjanna, Foss Distillery, af stað með vöruþróunarverkefni sem leiddi til þess að Björk og Birkir urðu til og komu fyrstu flöskurnar á markað haustið 2011. Drykkirnir eru framleiddir í áfengisgerð Pure Spirits við Vallarás í Borgarnesi, fyrirtæki sem hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið. „Björk er sætur líkjör og Birkir er frísklegur snaps. Drykkjunum er ætlað að fanga upplifunina af hlýrri íslenskri vornótt, augnablikinu þegar döggin sest á blöð bjarkarinnar í skógivaxinni hlíðinni,“ segir í ljóðrænni lýsingu framleiðendanna á drykkjum þessum. Bæði Björk og Birkir eru unnin úr birkisafa sem er safnað úr trjánum að vori og unnin í náttúrulegt sýróp sem gefur ferskt og eftirminnilegt bragð. Í hverri flösku er grein af birkitré úr Hallormsstaðaskógi sem gefa flöskunum sérstakt og náttúrulegt yfirbragð. „Foss Distillery vill gera sem minnst rask á náttúru landsins og því er birkigreinunum sem notaðar eru við framleiðsluna safnað úr trjám sem falla til þegar Hallormsstaðaskógur er grisjaður til að auðvelda vöxt hans.

 

 

 

Birkilaufið er notað sem einkennismerki á umbúðum drykkjanna enda er birkið auðþekkt á smágerðu tenntu laufi og silfurlitum pappírskenndum berki. Við landnám Íslands er talið að allt að þriðjungur landsins hafi verið þakinn birkiskógi og hefur birkið því aðlagast vel íslenskum veðrum og vindum. Birkið hefur margvíslega heilsusamlega eiginleika. Í gegnum aldirnar hefur kraftmikið birkið verið notað sem lækningajurt enda notuðu forfeður okkar það til að efla heilsu sína.

„Björk og Birkir eru tilvalin sem gjöf fyrir þá sem vilja senda vinum og vandamönnum bragðgóða kveðju frá Íslandi um leið og þeim er gefið tækifæri til að dreypa á íslenskri náttúru. Á flöskunum eru upplýsingar um uppruna drykkjanna og hvernig best er að njóta þeirra, ýmist einir og sér eða með öðru. Hægt er að fá Björk og Birki saman í gjafaöskjum. Stærri askjan inniheldur tvær 50 cl flöskur og minni askjan fjórar 50 ml flöskur. Drykkina er hægt að fá í Vínbúðunum, í Leifsstöð og í flugvélum Icelandair,“ segir í tilkynningu frá Foss Distillery.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is