Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. nóvember. 2013 09:01

Jólin koma með Söngdætrum Akraness

Laugardaginn 7. desember næstkomandi verða Jólasöngdætur Akraness með tónleika í Bíóhöllinni á Akranesi. Söngdæturnar hafa áður komið saman og sungið en nú munu þær halda jólatónleika og verða einungis jólalög á dagskrá. „Við verðum með eitthvað frumsamið efni, svo verða þessi helstu og þekktustu jólalög flutt og önnur sem eru minna þekkt. Við erum allar mjög ólíkar og hver og ein velur eftir sínum stíl, þannig að þetta verður með fjölbreyttu sniði,“ segir Ylfa Flosadóttir, ein af Jólasöngdætrum Akraness í samtali við Skessuhorn.

Söngdætur eru sex talsins og eru allar Akurnesingar. Þær hafa allar sungið og menntað sig á því sviði. Auk Ylfu eru Rósa Guðrún Sveinsdóttir, Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Hulda Gestsdóttir og Valgerður Jónsdóttir. Hljómsveit mun spila með þeim en tónlistarstjóri er Flosi Einarsson. Efnisskráin verður viðamikil, allar munu þær koma fram sjálfstætt en þær syngja einnig saman.

„Það verður allur gangur á þessu. Við verðum allar með einsöngslag, við syngjum tvær og tvær saman og svo allar saman. Þetta verður fjölbreytt, skemmtilegt og mjög jólalegt,“ segir Ylfa að lokum. Forsala á tónleikana er í Eymundsson Akranesi og er miðaverð í forsölu 3.990 kr.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is