Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2013 02:01

Stór og falleg síld mokveiðist nú í Grundarfirði

Síldveiðiskipin eru nú komin í mokveiði á stórri og fallegri síld inni á Grundarfirði. Síldin virðist nú vera að ganga í töluverðum mæli inn í fjörðinn og hafa stóru skipin verið að fylla sig hvert af öðru nú í morgun. Faxi RE var með 700 tonna kast í morgun og Álsey er nú laust fyrir klukkan 14 að taka við umframsíld sem Kap fékk í nótina. Þá er Hákon einnig með risakast og Bjarni Ólafsson AK er búinn að fylla sig og er nú á siglingu út fjörðinn. Litlu bátarnir eru einnig byrjaðir veiðar og von á fleirum meðal annars úr Stykkishólmi.  Einnig er von á Beiti, Ásgrími Halldórssyni, Vilhelm Þorsteinssyni og e.t.v. fleirum á svæðið, enda flýgur fljótt fiskisagan. Að sögn heimamanna er nú síld út um allan fjörð og háhyrningar komnir til veislunnar. Þá má geta þess einnig að Kristinn Ólafsson skipstjóri á Björt SH lagði í morgun net við smábátabryggjuna í Grundarfirði og fékk þar síld enda lóðaði hún upp í harða bryggjukant í morgun.

 

Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is