Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2013 02:01

Stór og falleg síld mokveiðist nú í Grundarfirði

Síldveiðiskipin eru nú komin í mokveiði á stórri og fallegri síld inni á Grundarfirði. Síldin virðist nú vera að ganga í töluverðum mæli inn í fjörðinn og hafa stóru skipin verið að fylla sig hvert af öðru nú í morgun. Faxi RE var með 700 tonna kast í morgun og Álsey er nú laust fyrir klukkan 14 að taka við umframsíld sem Kap fékk í nótina. Þá er Hákon einnig með risakast og Bjarni Ólafsson AK er búinn að fylla sig og er nú á siglingu út fjörðinn. Litlu bátarnir eru einnig byrjaðir veiðar og von á fleirum meðal annars úr Stykkishólmi.  Einnig er von á Beiti, Ásgrími Halldórssyni, Vilhelm Þorsteinssyni og e.t.v. fleirum á svæðið, enda flýgur fljótt fiskisagan. Að sögn heimamanna er nú síld út um allan fjörð og háhyrningar komnir til veislunnar. Þá má geta þess einnig að Kristinn Ólafsson skipstjóri á Björt SH lagði í morgun net við smábátabryggjuna í Grundarfirði og fékk þar síld enda lóðaði hún upp í harða bryggjukant í morgun.

 

Meðfylgjandi myndir tók Tómas Freyr Kristjánsson í dag.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is