Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
21. nóvember. 2013 09:01

Ályktað um umhverfismál á aðalfundi Umhverfisvaktarinnar

Aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn 12. nóvember síðastliðinn. Á fundinum voru samþykktar fimm tillögur sem óskað hefur verið eftir að birtust í Skessuhorni:

 

Styrkur flúors mældur

1. Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, haldinn 12. nóvember 2013, skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að beita sér fyrir því að styrkur flúors í andrúmslofti verði mældur allan ársins hring í Hvalfirði, en ekki einungis yfir gróðrartímabilið eins og nú er. Bent skal á að í starfsleyfi Norðuráls er gert ráð fyrir að unnt sé að stunda hefðbundinn búskap utan þynningarsvæðis vegna flúors en reyndin er sú að mikið magn flúors hefur mælst bæði í sauðfé og hrossum á svæðinu. Heilsu búfjárins er hætta búin vegna flúormengunar frá Norðuráli, eins og lesa má í skýrslu iðjuveranna á Grundartanga um umhverfisvöktun.

 

 

 

Brennisteinstvíoxíð verði mælt

2. Aðalfundur [...]  skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að að fylgjast sérstaklega með losun á brennisteinstvíoxíði á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga þar sem slík mengun er komin yfir skilgreind þolmörk sbr. skýrslu Faxaflóahafna sem gefin var út s.l. vor. (Grundartangi, úttekt á Umhverfisáhrifum, útg. í maí 2013). Fundurinn skorar á ráðherra að beita sér fyrir því að stofnanir sem undir hann heyra taki mið af stöðu mengunar á Grundartanga, við útgáfu starfsleyfa, við ákvörðun losunarheimilda til iðjuveranna og við eftirlit með mengun á svæðinu.

 

Viðbragðsaætlun verði gerð

3. Aðalfundur [...] skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að beita sér tafarlaust fyrir því að útbúin verði viðbragðsáætlun vegna mögulegra bilana í hreinsivirkjum Norðuráls og Elkem, svo og í mengunarvarnarbúnaði annarra iðjuvera á Grundartanga.

 

Stuðningur við Hraunavini

4. Aðalfundur [...] lýsir yfir einlægum stuðningi við baráttu Hraunavina vegna verndunar Gálgahrauns. Fundurinn bendir á, að frestun á gildistöku nýrra náttúrverndarlaga býður upp á það að félög og samtök sem beita sér fyrir náttúruvernd verði hundsuð af yfirvöldum í framtíðinni. Slíkt væri í hróplegu ósamræmi við Árósasamninginn um umhverfisvernd og mannréttindi sem var fullgiltur af íslenskum stjórnvöldum 2011.

 

Tryggi öryggi Grundartangahafnar

5. Aðalfundur [...] skorar á Faxaflóahafnir að tryggja öryggi umhverfisins eigi höfnin á Grundartanga að vera öryggishöfn. Að til sé búnaður og sérþjálfað starfsfólk til að takast á við hvern þann vanda sem upp kemur, svo sem olíluleka, efnamengun eða eldsvoða.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is