Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
20. nóvember. 2013 04:36

Nýtt Rifsnes SH komið til heimahafnar í Rifi

Nýtt Rifsnes SH-44 í eigu Hraðfrystihúss Hellissands kom í morgun til heimahafnar í Rifi. Skipið leysir af hólmi annað og minna skip með sama nafni sem hefur verið selt. Gamla Rifsnesið fór í liðinni viku í sinn síðasta túr fyrir fyrirtækið. Hraðfrystihúsið keypti nýja Rifsnesið frá Noregi. Að sögn Bjarna Gunnarssonar skipstjóra var áhöfnin fjóra sólarhringa á leiðinni til Rifs. Bjarni sagði að þeir hefðu lent í leiðindaveðri svo til alla leiðina og var vindhraði allt upp í 35 metra á sekúndu. Hefði skipið engu að síður farið vel með þá meðan á heimsiglingunni stóð. Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins sagði að honum gæti ekki annað en litist vel á nýja skipið þegar fréttaritari Skessuhorns ræddi við hann.

Millidekkinu á Rifsnesinu verður nú skipt út fyrir nýtt og mun sú aðgerð, auk þess að gera skipið klárt til veiða, taka um tvær vikur.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is