Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. nóvember. 2013 09:33

Leikritið um Guðnýju í Görðum frumflutt í kvöld, föstudag

Að undanförnu hafa staðið yfir hjá Skagaleikflokknum æfingar á leikriti sem skrifað hefur verið um kvenskörunginn Guðnýju Böðvarsdóttur í Görðum, móður Snorra Sturlusonar. Vel er við hæfi að æft hefur verið í Safnaskálanum í Görðum og þar verður frumsýnt föstudagskvöldið 22. nóvember. Athygli er vakin á því

að í viðtali sem birtist í Skessuhorni í gær var missagt um frumsýningardag. Leiðréttist það hér með en auglýsing um sýningarnar er hins vegar rétt í blaðinu. Um leið er beðist velvirðinar á missögn í viðtalinu sem ekki kom frá Guðbjörgu Árnadóttur viðmælanda, svo sem þar sem rangur Sturla í Hvammi er nefndur til sögunnar.

Fjórar konur fara með tvö hlutverk í leiknum, en það er Guðbjörg Árnadóttir margreynd leikkona hjá Skagaleikflokknum sem leikur Guðnýju. Aðrir leikarar eru Lilja Rut Bjarnadóttir, Erla Gunnarsdóttir og Þórdís Ingibjartsdóttir. Óskar Guðmundsson rithöfundur í Reykholti skrifað handrit en leikstjóri sýningarinnar er Jakob S Jónsson. 

 

Sjá nánar umfjöllun um hina væntanlegu sýningu í Skessuhorni vikunnar sem kom út í gær.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is