Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2013 03:09

Ætla að reyna að fæla síldina úr firðinum með háhyrningshljóðum

Á fréttavef Ríkisútvarpsins í dag er rætt við Þorstein Sigurðsson sérfræðing og sviðsstjóra hjá Hafrannsóknastofnun um síldina sem nú hefur komið sér fyrir til vetrardvalar inni í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Þá segir að viðbragðshópur þriggja ráðuneyta, Hafrannsóknastofnunar og fleiri stofnana, haldi fund eftir hádegi í dag til að meta stöðuna og framhald aðgerða vegna yfirvofandi síldardauða í firðinum. Rætt verður meðal annars hvort framlengja eigi heimild til síldveiða, en hún rennur út á morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra situr fund sérfræðinganna. Þorsteinn Sigurðsson  segir að til standi að beita neðansjávarhljóðum til að fæla síldina burt úr firðinum. „Í dag tökum við stöðuna með veðrið hvort við getum farið í þetta verkefni sem við höfum verið að tala um núna síðustu daga, það er að segja að reyna að fæla síldina burt með upptökum af háhyrningshljóðum,“ segir Þorsteinn við RUV.

 

 

 

Þorsteinn segir við RUV að upptökur af háhyrningi að éta síld hafi fengist frá Háskólasetrinu á Húsavík. „Við erum búin að taka þær upptökur og spilum þær út í hafið. Ef að vel gengur gæti það styggt við síldinni. Þá væri hægt að nota það sem aðferð til þess að smala henni út,“ segir Þorsteinn orðrétt.

 

Í dag er hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi, sunnanrok og rigning. Það gerir sjómönnum erfitt fyrir með veiðarnar, en hvassviðrið heldur súrefnismagninu í firðinum uppi sem eru góð tíðindi og minnkar líkur á síldardauða á meðan veðrið er með þessum hætti. Sjórinn í Kolgrafafirði og öðrum víkum og fjörðum er kaldari en úti á Breiðafirði, aðeins um þrjár gráður. Síldin leitar í kaldari sjó vegna lítils ætis til þess að lifa veturinn af.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is