Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2013 08:01

Stefnumótunarfundur um atvinnumál á Akranesi á laugardaginn

Stefnumótunarfundur um atvinnumál sem hefur fengið heitið „Framtíð við Faxaflóa - sköpum 1000 störf,“ verður haldinn á vegum atvinnu- og ferðamálanefndar Akraneskaupstaðar laugardaginn 30. nóvember í Tónbergi. Að sögn Ingibjargar Valdimarsdóttur formanns nefndarinnar hefur að undanförnu verið unnið að stefnumótun í atvinnu- og ferðamálum. Nefndin telur mjög mikilvægt að fá sem flesta hagsmunaaðila að þessari vinnu. Því ákvað atvinnu- og ferðamálanefnd að halda opinn stefnumótunarfund með íbúum og fyrirtækjum bæjarins ásamt öllum þeim sem vilja hafa áhrif á hvert skuli stefna á næstu árum í atvinnumálum. Fundurinn verður haldinn kl. 10-15 laugardaginn 30. nóvember í Tónbergi.

Frumkvöðlar kynna sín fyrirtæki

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri er meðal þeirra sem hafa unnið að undirbúningi fundarins. Hún segir að hann verði fyrsti opni íbúafundurinn í röð nokkurra sem munu bera yfirskriftina Framtíð við Faxaflóa. Í janúar verði síðan opinn íbúafundur um skipulagsmál í tengslum við Sementsverksmiðjureitinn. ,,Við höfum fengið Guðfinnu Bjarnadóttur ráðgjafa og fyrrum rektor Háskólans í Reykjavík til liðs við okkur en hún mun stjórna stefnumótunarfundinum um atvinnumál,“ segir Regína. Guðfinna hefur margra ára reynslu af stefnumótun, stjórnun og vinnu sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki á Íslandi og í Bandaríkjunum. Ragna Árnadóttir formaður samráðsvettvangs um hagsæld á Íslandi og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar flytur opnunarávarpið á stefnumótunarfundinum í Tónbergi 30. nóv. Nokkrir frumkvöðlar í atvinnulífinu á Akranesi mun síðan stíga síðan á stokk og kynna sig og fyrirtækin sín. Þá mun Ásbjörn Björgvinsson ráðgjafi, rekstrarstjóri hjá Special Tours í Reykjavík og formaður Ferðamálasamtaka Íslands kynna reynslu sína af uppbyggingu Hvalasafnsins á Húsavík, sem og þá möguleika sem Akranes kann að eiga í sjávartengdri ferðaþjónustu. Í framhaldinu verða pallborðsumræður þar sem nokkrir aðilar sem koma úr ólíkum áttum munu ræða helstu tækifæri Akraness í atvinnuuppbyggingu.

 

Framtaksfólk frummælendur og í pallborði

Frummælendur á ráðstefnunni um atvinnu og ferðamálin eru m.a. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir sem fjallar um matarást, Rolf Hákon Arnarson frá niðursuðuverksmiðjunni Akraborg um fullvinnslu lifur, Ingólfur Árnason frá Skaganum um mannauð, nýsköpun og markssetningu um allan heim, Ólöf Linda Ólafsdóttir fjallar um umhverfið við Faxaflóa, Hlédís Sveinsdóttir um Akranes - markaðsbæ Íslands, Einar Gíslason frá Stálfélaginu um hönnun og laserskurð og einnig verða meðal frummælenda Ísólfur Haraldsson frá Vinum Hallarinnar og Pétur Þorleifsson í Norðanfiski. Í pallborði verða Anna Lydia Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Fosshótelum, Ólafur Adolfsson lyfsali Apóteks Vesturlands, Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, Rakel Óskarsdóttir verslunarrekandi og Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Símans.

 

,,Á fundinum verður meðal annars leitast við að svara spurningum um hvað bæjarfélagið geti gert til að styðja við atvinnurekendur á Akranesi og hvernig við getum fjölgað störfum,“ segir Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður atvinnu- og ferðamálanefndar. Fyrirtækjum verður boðið að nýta kynningarborð sem verður í anddyri Tónbergs. Á fundinum verða einnig fulltrúar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Atvinnuráðgjafar SSV og Háskólans á Bifröst og taka þeir þátt í stefnumótunarvinnunni. Ingibjörg hvetur bæjarbúa til að taka þátt í fundinum en auk fyrirlestra verða settir af stað vinnuhópar undir stjórn fulltrúa í atvinnu- og ferðamálanefnd.

 

Skáning á fundinn fer fram á heimasíðu Akraneskaupstaðar; með því að smella hér.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is