Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. nóvember. 2013 03:37

Sagnakonan Guðný í Görðum

Leikfélagið Skagaleikflokkurinn frumsýndi leikritið Sagnakonan sl. föstudag í Safnaskálanum í Görðum. Höfundur verksins er Óskar Guðmundsson og leikstjóri Jakob S. Jónsson. Það fór vel á að vera með þessa sýningu á þessum stað, þar sem þetta fjallar um sagnakonuna Guðnýju Böðvarsdóttur frá Görðum á Akranesi. Þessi kona hefur verið nánast óþekkt, eins og svo margar formæður okkar frá þessum tíma. Íslendingasögurnar snúast meira um karlmennina en kvenfólkið, þó svo að nokkrir kvenskörungar séu nefndir þar. Guðný var dóttir Böðvars Þórðarsonar í Görðum. Hún var fædd um 1147/1148, var ung gefin Hvamms-Sturlu og eignaðist með honum fimm börn. Hún bjó á Hvammi í Dölum á bæ Auðar djúpúðgu sem hún leit greinilega mjög upp til. Síðustu æviárin bjó hún í Reykholti hjá Snorra syni sínum. Guðný segir frá ýmsu dramatísku sem gerðist á þessum tíma, deilum milli höfðingja, ástum og ferðalögum. Hún sjálf hafði meira að segja farið til Noregs.

 

 

Það var gaman að heyra Guðnýju rekja ættir sínar og gaman að því hversu vel sagan var fléttuð inn í nútímann. Leikhúsgesturinn lifir sig alveg inn í söguna þegar hún er að segja frá öllu því sem gerðist á þessum tíma. Maður dettur alveg inn í gamla tímann og söguna sem er á alvarlegri nótum þegar Ingibjargirnar þrjár skjóta inn einhverjum setningum sem tengjast nútímanum og maður brestur í hlátur. Það er samt svo einkennilegt hvað sumt getur verið líkt með gamla tímanum og nútímanum og passar vel saman.

 

Guðbjörg Árnadóttir leikur Guðnýju og ferst það vel úr hendi. Hún hefur þessa góðu sagnakonu rödd sem nær til sýningargesta. Ingibjargirnar þrjár eru leiknar af Þórdísi Ingibjartsdóttur, Erlu Gunnarsdóttur og Lilju Rut Bjarnadóttur. Þær eru flottar í sínum hlutverkum og alveg „sultu-slakar“ eins og þær segja sjálfar. Þetta er sýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hún er vel skrifuð, vel leikin og skemmtileg. Næstu sýningar á Sagnakonunni verða í Safnaskálanum þriðjudaginn 26. nóv., fimmtudaginn 28. nóv., laugardaginn 30. nóv. og mánudaginn 2. des. Sýningartími er klukkan 20 alla dagana. Miðapantanir eru í símum 897-4125. Einnig er hægt að panta á netfanginu: skagaleikfl@gmail.com

 

S. Halla Kjartansdóttir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is