Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2013 12:54

Eining í Hvalfjarðarsveit lýsir jákvæðu viðhorfi til persónukjörs

Björn Páll Fálki Valsson íbúi í Hvalfjarðarsveit og ferðaþjónustubóndi á Þórisstöðum sendi sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fyrir um ári síðan erindi þar sem hann skoraði á sveitarstjórn að kanna vilja til þess að kosið verði óhlutbundinni kosningu til sveitarstjórnar vorið 2014. Vildi hann að kostir og gallar þessa fyrirkomulags yrðu kannaðir. Í báðum kosningum til sveitarstjórnar í Hvalfjarðarsveit frá því sveitarfélagið varð til 2006 með sameiningu fjögurra hreppa sunnan Skarðsheiðar, hafa verið boðnir fram listar. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur talsverð umræða verið um þennan valmöguleika að undanförnu, að kosið verði óhlutbundinni kosningu. Var það m.a. rætt á íbúafundi í sveitarfélaginu 1. september síðastliðinn.

 

 

 

Sveitarstjórn ræddi erindi Björns Páls á fundi 12. nóvember 2012 en tók ekki efnislega afstöðu til þess. Um það voru skiptar skoðanir þá og eru vafalaust enn. Á fundinum 12. nóvember 2012 var lagt til að núverandi framboð sem eiga fulltrúa í sveitarstjórn tækju tillöguna til efnislegrar umræðu í sínum röðum. Samkvæmt heimildum Skessuhorns hefur það nú verið gert í að minnsta kosti einu framboðanna, hjá E-lista Einingar í Hvalfjarðarsveit sem samþykkti eftirfarandi bókun sem verður tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar í dag, þriðjudaginn 27. nóvember 2013: „E-listinn lýsir yfir jákvæðu viðhorfi til persónukjörs, þ.e. til óhlutbundinna kosninga í Hvalfjarðarsveit vorið 2014. Hópurinn skynjar áhuga íbúa í Hvalfjarðarsveit á að fara þessa leið, en hann birtist m.a. á íbúaþingi sem haldið var 1. sept. sl. Hópurinn lýsir sig reiðubúinn til frekari viðræðna um þessi mál,“ segir í bókun E listans.

 

Í sveitarfélögum á Vesturlandi er tillaga þessa efnis ekki án fordæma. Skemmst er að minnast þess að fyrir sveitarstjórnarkosningar 2010 komust Dalamenn að samkomulagi um að leggja af listakosningar til sveitarstjórnar og var því kosið þar óhlutbundinni kosningu þá um vorið. Samkvæmt lögum er slíkt heimilt komi ekki fram einn framboðslisti eða fleiri.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is