Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. nóvember. 2013 02:56

Hollvinir Landbúnaðarháskólans brýna sverðin

Stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á stjórnendur LbhÍ og stjórnvöld að styrkja starfsemi skólans til framtíðar. Eins og fram hefur komið í fréttum telur hluti starfsmanna LbhÍ og þar með talinn Ágúst Sigurðsson rektor skólans að farsælast gæti verið að sameina LbhÍ og Háskóla Íslands. Því eru flestir heimamenn og velunnarar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri mótfallnir, eins og rækilega kom fram á baráttufundi í Hjálmakletti nýverið. Í tilkyningu Hollvina LbhÍ segir: „Með sameiningu Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum, Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins í upphafi árs 2005 var ætlunin að til yrði öflug rannsókna- og kennslueining á sviði landbúnaðar og garðyrkju. Af hálfu skólastjórnenda frá þeim tíma hefur verið unnið markvisst að ná fram hagræðingu í starfi nýrrar stofnunar í ljósi takmarkaðra fjármuna sem veittir hafa verið til skólans síðustu ár. Að mati stjórnenda skólans verður ekki lengra gengið til hagræðingar án þess að til komi skert þjónusta skólans að óbreyttum fjárframlögum.“

 

 

 

Leggja til sölu jarða í eigu skólans

Þá segir að stjórn Hollvinafélags Landbúnaðarháskólans hvetji stjórnendur skólans og stjórnvöld að tryggja nauðsynlegt fjármagn til skólans svo hægt verði áfram að veita þá nauðsynlegu þjónustu sem kveðið er á um í lögum. „Benda má á í því sambandi að Landbúnaðarháskóli Íslands á umtalsverðar eignir, m.a. einstaka jarðir er nýtast ekki beint markmiðum skólans til kennslu eða rannsókna, en þær mætti að hluta selja til að greiða upp uppsafnaðan halla skólans og að auki treysta rekstrargrundvöll hans.“

 

Starfsmennanám þarf að tryggja

Loks segir í ályktun hollvina: „Samstarf við aðra háskóla, eins og Háskóla Íslands, er sjálfsagt að efla eins og kostur er. Hins vegar þarf sjálfstæði Landbúnaðarháskóla Íslands að vera fyrir hendi, ekki síst til að tryggja starfsmenntanám við skólann, hvort sem um er að ræða hefðbundið búfræði- eða garðyrkjunám. Á sama hátt er Landbúnaðarháskóli Íslands nauðsynlegur þáttur í að rækta rannsókna- og kennslustarf á háskólastigi í samvinnu við atvinnuveginn og aðrar háskólastofnanir á hverjum tíma.“

 

Stjórn hollvinafélagsins er skipuð þeim Guðna Ágústssyni formanni, Runólfi Sigursveinssyni, Erlu Bil Bjarnadóttur og Birni Sigurbjörnssyni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is