Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2013 09:52

Ríkislögreglustjóri þvær hendur sínar af ákvörðun um djúpsprengjur

„Í tilefni af fréttaflutningi um beitingu djúpsprengja i Kolgrafarfirði þykir embætti ríkislögreglustóra rétt að árétta að sú ákvörðun er ekki frá embættinu komin,“ segir í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra í gær, í tilefni fyrirhugaðrar sprengjuárásar í Kolgrafafjörð í dag í þeim tilgangi að fæla síld úr firðinum. Þá segir lögreglustjóri: „Þann 26. nóvember sl. voru fulltrúar almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar boðaðir til fundar í umhverfis- og auðlindarráðuneytinu vegna ástandsins í Kolgrafarfirði. Ráðuneytið óskaði eftir því við Landhelgisgæsluna að hún legði til sprengjusérfræðinga í tilraun til að nota sprengiefni til að fæla síldina úr firðinum og að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra tæki að sér að samhæfa heildaraðgerðir þeirra aðila sem að málinu koma.

 

 

Starfandi hefur verið samráðsvettvangur umhverfis- og auðlindaráðuneytis, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Hafrannsóknarstofnunar, Umhverfisstofnunar, Vegagerðarinnar og heimamanna í Grundarfirði og Kolgrafafirði. Þá hefur hópur ráðuneytisstjóra einnig fundað vegna málsins auk þess sem málið hefur reglulega verið tekið upp í ríkisstjórn.  Landhelgisgæslan mun á morgun [í dag] fimmtudaginn 28. nóvember reyna smölun síldar með smásprengjum. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sýslumaður Snæfellinga munu aðstoða vegna aðgerðanna. Þáttur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er að samhæfa störf þessara aðila svo tryggja megi að þær fari vel fram.“

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is