Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2013 10:43

Helga María AK væntanleg til landsins í dag

Helga María AK er nú á lokaáfanga siglingar til landsins eftir umfangsmiklar breytingar sem gerðar voru á skipinu í Gdansk í Póllandi. Skipverjar fengu leiðindaveður á síðasta áfanga heimferðarinnar og tafði hana um einn dag. ,,Það er búið að vera snælduvitlaust veður frá því um miðja nótt. Vindhraðinn er 25 til 30 metrar á sekúndu og við höfum farið okkur rólega. Fyrir þessa síðustu brælu reiknuðum við með því að vera í Reykjavík seint á miðvikudag en nú er ljóst að við verðum þar í fyrsta lagi um hádegisbilið í dag,“ sagði Eiríkur Ragnarsson, skipstjóri á Helgu Maríu AK á vef HB Granda. Eins og greint hefur verið frá hefur Helga María verið í breytingum í Póllandi frá því í sumar. Verður skipið framvegis gert út sem ísfisktogari en það hefur frá upphafi þjónað sem frystitogari. Farið var frá Póllandi sl. föstudag og segir Eiríkur að sigld hafi verið stysta leið heim til Íslands. Siglingarleiðin er tæpar 1.600 sjómílur.

,,Útlitslega eru breytingarnar ekki miklar á skipinu en þó er búið að loka skutnum og skipið lítur út fyrir að vera stærra fyrir vikið.

Breytingar á vistarverum eru töluverðar. Það er búið að færa eldhúsið og borðsalinn framar í skipið og tvær af íbúðunum voru nýttar undir nýja setustofu. Á millidekkinu hafa flökunarvélar og frystitæki verið fjarlægð en í staðinn er kominn nýr búnaður; færibönd, þvottakör og flokkari en það er í fyrsta skipti að slíkt tæki kemur um borð í þetta skip. Reyndar hef ég aldrei séð jafn mikinn búnað í ísfisktogara áður og ef eitthvað er þá er hann meiri en sá sem við höfðum á meðan aflinn var flakaður og frystur um borð,“ segir Eiríkur Ragnarsson.

 

Þótt hluti búnaðarins sé kominn á millidekkið þá á eftir að stilla honum upp, festa og tengja. Annar búnaður kemur frá 3X Technology og munu starfsmenn þess fyrirtæki sjá um niðursetningu hans og tengingar auk þess fleiri fyrirtæki munu sjá um einstaka verkþætti. Hafist verður handa við það verk á morgun. Ef allt gengur að óskum ætti Helga María að geta farið í fyrstu veiðiferðina sem ísfisktogari fljótlega eftir áramótin.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is