Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 08:01

Leikskólabörnin í Klettaborg furða sig á of hröðum akstri

Leikskólinn Klettaborg er við Sandvík, steinsnar frá Þjóðvegi 1 í gegnum Borgarnes. Börnin þar furða sig oft á því hvað bílarnir fara hratt um veginn, en skilti þarna skammt frá gefur til kynna hraða bílanna með tölum. Þau tóku sig til nýverið og gerðu smáúttekt á því hve margir ækju um veginn á löglegum hraða. Þeir reyndust í miklum minnihluta. Eftirfarandi bréf sendu börnin á Skessuhorn undir yfirskriftinni: „Af hverju keyra sumir svona hratt?“

„Við erum 18 krakkar á Sjónarhóli sem er elsta deild í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi. Við fórum og fylgdumst með hvað bílar keyrðu hratt á þjóðveginum í Sandvíkinni sem er rétt hjá leikskólanum. Við vorum með penna og blað og skrifuðum tölurnar sem komu á hraðaskiltið þegar bílarnir keyrðu fram hjá. Bílar mega ekki keyra hraðar en á 50 í  Sandvíkinni.

Meðan við vorum að fylgjast með hvað bílarnir keyrðu hratt þá keyrðu 47 bílar framhjá okkur. Það voru 30 bílar sem keyrðu of hratt en það voru 17 bílar sem keyrðu á réttum hraða. Bíllinn sem keyrði hægast var á 34 en bíllinn sem keyrði hraðast ók á 78 km/klst. Okkur finnst ekki gott þegar fólk keyrir of hratt því það getur klesst á og einhver getur slasast. Ef það er hálka þá getur bílinn runnið. Við elstu krakkarnir í Klettaborg förum mjög oft í gönguferðir og þá þurfum við að fara yfir þjóðveginn þar sem flestir bílarnir keyra of hratt og það finnst okkur sko alls ekki gott. Bráðum ætlum við að fá að heimsækja lögregluna því okkur langar að vita hvað hún gerir þegar bílar keyra of hratt. Kveðja frá krökkunum á Sjónarhóli.“

 

Það er vissara fyrir ökumenn að fara á réttum hraða í gegnum þéttbýlið í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is