Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. nóvember. 2013 03:17

Slökkviliðsmenn hvetja fólk til að efla eldvarnir á heimilum

Slökkviliðsmenn heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Alltof mörg heimili eru berskjölduð fyrir eldsvoðum. Slökkviliðsmenn um allt land taka þátt í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, í aðdraganda hátíðanna. Þeir hvetja almenning til að efla eldvarnir á heimilum en kannanir hafa sýnt að eldvarnir eru ófullnægjandi á mörgum heimilum og íbúarnir því berskjaldaðir fyrir eldsvoðum. Ungt fólk og leigjendur eru þar í mestri hættu samkvæmt könnunum sem Capacent Gallup hefur gert fyrir LSS og Eldvarnabandalagið.

 

 

 

Allt of mörg heimili hafa engan eða of fáa reykskynjara. Þau fengju því litla eða enga viðvörun ef eldur yrði laus að næturlagi. Innan við helmingur heimila er með eldvarnabúnað sem slökkviliðsmenn telja lágmarksbúnað. Það er reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnateppi. Nú fer í hönd tími þegar eldhætta eykst á heimilum. Slökkviliðsmenn hvetja fólk því til að grípa til viðeigandi varúðarráðstafana. Lágmarkseldvarnir á heimilum eru: Reykskynjarar, tveir eða fleiri. Slökkvitæki við helstu flóttaleið. Eldvarnateppi á sýnilegum stað nálægt eldavél. Mjög vantar á að þessi lágmarksbúnaður sé almennt á heimilum landsmanna.

LSS efnir því til átaks um að fræða fólk um eldvarnir og mikilvægi þeirra dagana 21.-29. nóvember. Þá heimsækja slökkviliðsmenn um allt land á fimmta þúsund átta ára börn í grunnskólum til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Þeir birta einnig auglýsingar í fjölmiðlum til að minna fólk á mikilvægi reykskynjara. Slökkviálfarnir Logi og Glóð aðstoða við fræðsluna og fá öll börn í 3. bekk söguna af hetjulegri baráttu þeirra systkina við Brennu-Varg að gjöf. Í sögunni er eldvarnagetraun og eru vegleg verðlaun í boði fyrir þá sem senda LSS réttar lausnir. Krakkarnir fá einnig handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimila með sér heim. Helstu styrktaraðilar Eldvarnaátaksins eru Mannvirkjastofnun, 112, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, TM og slökkviliðin í landinu, segir í tilkynningu vegna eldvarnarátaksins.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is