Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Þórsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 09:07

Byggja upp sjávarútvegsfyrirtæki í Búðardal

Síðustu misserin hafa tveir ungir menn í Dölunum og á Barðaströnd unnið að því að byggja upp sjávarútvegsfyrirtæki í útgerð og vinnslu í Búðardal. Þetta eru þeir félagarnir Baldur Þórir Gíslason og Breki Bjarnason sem standa að fyrirtækinu Sæfrosti ásamt feðrum sínum. Félagið var formlega stofnað í febrúar síðastliðnum og að jafnaði starfa um fimm manns hjá fyrirtækinu. Síðasta sumar voru 16 sem höfðu vinnu á makrílvertíðinni. Það voru einmitt Baldur Þórir og Gísli Baldursson faðir hans sem byrjuðu einir síns liðs makrílveiðar á Steingrímsfirði síðsumars 2011. Breki bættist síðan við á sínum báti sumarið eftir, 2012. Þetta voru frumherjarnir í veiðum á makríl í Steingrímsfirði, á því mikla veiðisvæði þar sem síðasta sumar voru hátt í 50 bátar á veiðum á fremur litlum firði, en Steingrímsfjörður var aðalveiðisvæði smærri báta á makríl bróðurpartinn af vertíðinni.

 

 

Þeir Baldur Þórir og Breki kynntust þegar þeir unnu saman í byggingarvinnu í Reykjavík haustið 2004. „Þá var ég nýlega byrjaður á grásleppunni með pabba. Síðan þá höfum við verið að pæla í ýmsu saman og mest eitthvað sjávarútvegstengdu. Það er oft gaman hjá okkur í þessum pælingum ekki síst síðasta sumar þegar við vorum að tala saman í síma og planleggja sitthvoru megin við fjörðinn, hann norðan megin og ég að sunnan,“ segir Baldur Þórir. Eins og áður segir standa þeir í útgerð ásamt feðrum sínum og hvor um sig gera út þrjá minni báta. Baldur Þórir og Gísli faðir hans gera út á grásleppuna frá Skarðsstöð. Breki, sem er frá Auðshaug, - austasta bænum í Vestur-Barðastrandsýslu, er með útgerð ásamt Bjarna Kristjánssyni föður sínum á Brjánslæk. Báðar útgerðirnar hafa um árabil gert út á grásleppuna. Breki keypti sér eigin bát vorið 2007 og var þá trúlega yngsti skipstjórinn á vertíðinni. Hann er í dag 29 ára, þremur árum yngri en Baldur Þórir. Þeir félagar segja að grásleppuveiðarnar hafi í sjálfu sér gengið vel í þá þrjá mánuði, sem vertíðin yfirleitt stendur að sumrinu, en verð á grásleppuhrognum séu upp og niður og voru eiginlega í lágmarki á þessu ári.

 

Sjá framhald þessarar greinar og viðtals við þá félaga í aðventublaði Skessuhorns. Við minnum á að þau sem gerast áskrifendur nú fá hana ókeypis í desembermánuði.  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Grundarfjarðarbær

Starf aðalbókara laust til umsóknar

Grundarfjarðarbær

Framtíð Breiðafjarðar

Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is