Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 09:40

Skapandi og skrautlegar systur á Skaganum

Skagastelpurnar Eyrún og Unnur eru dætur Jóns Karls Svavarssonar og Helgu Sesselju Ásgeirsdóttur. Eyrún farðar fólk, Unnur farðar hauskúpur. Blaðamaður ræddi stuttlega við þessar skapandi og skemmtilegu systur sem virðast hafa fengið listagenin í vöggugjöf.  „Við erum mjög samrýmdar og rífumst til að mynda aldrei. Ég hef átt hana síðan ég var fimm ára,“ segir Unnur sem er fædd 1985 en Eyrún er fædd fimm árum síðar. „Barnæska okkar snérist um að teikna og hlusta á tónlist. Það voru mörg myndverkin sem við sköpuðum undir áhrifum allskyns tónlistar, allt frá Black Sabbath til Arethu Franklin. Þessi tvö listform haldast oft í hendur,“ heldur Unnur áfram. Það kom fáum á óvart þegar leiðir hennar lágu í Myndlistarskólann á Akureyri. Í dag er hún menntuð og starfar sem grafískur hönnuður ásamt því að teikna hauskúpumyndir. „Þessar kúpur eru með augu sem gefa þeim karakter, þetta eru svona góð „kríp“ sem hægt er að nálgast í verslunninni @Home á Akranesi,“ segir Unnur og brosir.

 

Eyrún er í enskunámi í háskólanum og er menntaður förðunarfræðingur frá Mood Make Up Scool. „Mér bjóðast reglulega förðunarverkefni þrátt fyrir árferðið. Ég hef farðað fyrir Hagkaupsblaðið og núna seinast var ég að vinna verkefni fyrir Gust Reykjavik design í samstarfi við Edit Ómarsdóttur ljósmyndara,“ segir Eyrún sem er um þessar mundir að undirbúa jólastemninguna í Eymundsson á Akranesi þar sem hún hannaði og málaði gluggaútstillinguna í versluninni. „Það er alveg sama hvar þarf að skera niður, listin verður alltaf til, það er ekki hægt að stoppa listsköpun,“ segir Eyrún. „Listin gefur okkur svo margt og án hennar væri lífið litlaust og leiðinlegt,“ bætir Unnur við. 

 

Framhald þessarar greinar má lesa í aðventublaði Skessuhorns. Þau sem gerast áskrifendur nú fá blaðið ókeypis í desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is