Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 09:50

Snæfellingar lágu fyrir sterkum Stjörnumönnum

Ekki tókst Snæfellingum að fylgja eftir góðu gengi í Dominosdeildinni að undanförnu þegar Stjörnumenn komu í heimsókn í Hólminn í gærkveldi. Stjörnumenn reyndust þar talsvert sterkari og unnu góðan 107:85 sigur. Með sigrinum höfðu þeir sætaskipti við Snæfellinga í deildinni, en bæði liðin eru með 8 stig og eru í 7. og 8. sæti. Leikurinn byrjaði fjörlega og allt útlit fyrir jafnan og spennandi leik, svo sem í stöðunni 12:12 og 16:16. Stjarnan var yfir eftir fyrsta leikhluta 26:19 og komst síðan í tíu stiga mun strax við upphaf annars leikhluta, 31:21. Þrátt fyrir að Snæfelli tækist aðeins að kroppa í það voru Stjörnumenn sterkari og höfðu 16 stiga forskot í hálfleik 54:38.

Snæfellingar byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega og virtust á góðri leið með að komast vel inn í leikinn og jafnvel gera hann að sínum. Þeir komust nær í 60:69 með Finn Atla og Pálma Frey ansi einbeitta og liðsfélagarnir voru með á nótunum. Hafþór Ingi lagði inn þrist og Sigurður Þorvaldsson fór á línuna og kláraði tvö víti. Þvílík innkoma Snæfells og staðan orðin 67:69 fyrir Stjörnuna. Gestirnir voru ekki á því að leyfa heimamönnum að ná yfirhöndinni og komst í níu stiga forskot fyrir lokakaflann, 76:67. Stjörnumenn komu síðan einbeittir á lokasprettinn með sömu baráttu og fyrr í leiknum. Þeir komu sér strax í þægilegt forskot 69:85 og síðan 71:92. Þá var orðið formsatriði að klára leikinn og lokatölur eins og áður segir 107:85 fyrir Stjörnuna.

 

Hjá Snæfelli var Vance Cooksey langatkvæðamestur með 30 stig, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15, Sigurður Þorvaldsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 11, Hafþór Ingi Gunnarsson 6, Finnur Atli Magnússon 5, Stefán Karel Ólafsson 4 og Jón Ólafur Jónsson 2. Hjá Stjörnunni voru Matthew James Hairston með 31 og Marvin Valdimarsson 29.

 

Næst mætir Snæfell Ísfirðingum vestra föstudagskvöldið 6. desember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is