Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. nóvember. 2013 10:35

Borgnesingar aftur á sigurbraut

Skallagrímsmenn náðu loksins að sýna sitt rétta andlit í gærkvöldi þegar þeir sigruðu Valsmenn í 8. umferð Dominos deildar karla í körfubolta. Lokatölur urðu 83:102 og lyftu Borgnesingar sér þar með úr fallsæti í deildinni. Leikurinn fór hressilega af stað og var nokkuð ljóst að bæði lið voru tilbúin í slaginn. Borgnesingar voru þó ívið betri og leiddu þeir með einu stigi eftir fyrsta leikhluta og síðan sex stigum í hálfleik, 44:38. Engu breytti þó að Bandaríkjamaðurinn Oscar Bellfield hafi orðið að fara meiddur af velli í fyrsta leikhluta hjá Skallagrími eftir tognun í læri, maður kom í manns stað.

Borgnesingar mættu síðan sprækir til leiks í seinni hálfleik og náðu fljótlega tíu stiga forskoti um miðjan þriðja leikhluta. Valsmenn bitu í skjaldarrendur og söxuðu muninn á nýjan leik niður í fimm stig undir lok leikhlutans; 64:69. Í fjórða leikhluta sýndu Skallagrímsmenn frábæra takta og var frammistaða þeirra ein sú besta á leiktíðinni til þessa. Munaði sérstaklega um framlag Páls Axels Vilbergssonar sem skoraði alls 15 stig í leikhlutanum. Lokatölur því 83:102 fyrir Skallagrím.

 

Stigahæstur í liði Skallagríms var Grétar Ingi Erlendsson sem átti frábæran leik með 21 stig og 13 fráköst. Næst á eftir komu þeir Egill Egilsson og Páll Axel Vilbergsson með 18 stig hvor. Orri Jónsson kom næstur með 16 stig og 7 stoðsendingar, Trausti Eiríksson var með 11 stig, Davíð Ásgeirsson 9, Oscar Bellfield 5, Ármann Örn Vilbergsson 3 og Sigurður Þórarinsson 1.

 

Skallagrímsmenn verma eftir leikinn 10. sæti deildarinnar með fjögur stig. Næsti leikur liðsins í Dominos deildinni er næsta fimmtudag gegn toppliði KR heima í Borgarnesi. Liðið leikur hins vegar í millitíðinni bikarleik gegn Þór frá Þorlákshöfn og fer leikurinn fram í Borgarnesi á sunnudaginn kl. 19:15.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is